FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 34

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 34
Hagsmunaárekstrar - Meta hvort slíkt er fyrir hendi Þóknanir og aðrar tegundir umbunar - Gæta þess að uppsett þóknun sé nægilega há til að unnt sé að vinna verk samkvæmt gildandi kröfum og viðurkenndum stöðlum Markaðssetning þjónustu - Forðast skal að mikla þá þjónustu sem boðin er og ekki hafa uppi niðrandi og órökstuddan samanburð við vinnu annarra Gjafir og risna - Gæta skal að því hvort slíkt er viðeigandi eða innan hæfilegra marka Eignavarsla fyrir viðskiptavin - Halda skal slíkum eignum aðskildum frá öðrum eignum endurskoðunarfyrirtækisins. Langveigamestu kaflar B - hlutans eru kaflar 290 og 291 en þeir fjalla um óhæðiskröfur til endurskoðenda. Fylgni við grundvallarregluna um hlutlægni er aukið með kröfunni um óhæði gagnvart viðskiptavinum í endurskoðun. Þegar um endurskoðunarverkefni er að ræða er það í þágu almannaheilla og því krafa siðareglnanna að meðlimir endurskoðunarteyma, endurskoðunarfyrirtæki og samstarfsfyrirtæki endurskoðenda séu óháð viðskiptavinum í endurskoðun. Samkvæmt reglunum er krafist óhæðis í reynd og óhæðis í ásýnd og eru þessi hugtök skilgreind með eftirfarandi hætti: Óhæði í reynd Hugarástand sem gerir kleift að látið sé í Ijós álit án þess að hafa orðið fyrir áhrifum sem stofna faglegu mati í hættu og gerir því einstaklingi kleift að starfa af heilindum og beita hlutlægni og faglegri dómgreind. Óhæði í ásýnd Forðast skal tengsl og aðstæður sem eru svo þýðingarmiklar að óvilhallur og upplýstur þriðji aðili væri líklegur til að álykta, á grundvelli staðreynda og aðstæðna, að heilindum, hlutlægni eða faglegri dómgreind fyrirtækis eða meðlims verkefnateymis hafi verið stefnt í hættu. í reglunum eru gerðar ríkari óhæðiskröfur þegar um er að ræða einingar sem tengjast umtalsverðum almannahagsmunum. Því þarf að beita auknum varúðarráðstöfunum við slíkar aðstæður. Tiltekin eru dæmi um aðstæður og tengsl sem geta skapað ógnanir við óhæði og hvernig bregðast skal við, svo sem: ■ Fjárhagslegir hagsmunir ■ Lán og tryggingar * Náin viðskipta-, fjölskyldu og kunningjatengsl ■ Meðlimur endurskoðunarteymis gerist starfsmaður viðskiptavinar ■ Færsla bókhalds og gerð ársreikninga ■ Skattaráðgjöf ■ Innri endurskoðun ■ Málafærslu- og lögfræðiþjónusta ■ Fjármálaþjónusta • Þjónusta vegna upplýsingakerfa ■ Þóknanir- hlutfallsstærð heildarþóknunar ■ Gjaldfallnar þóknanir (vanskil) ■ Skilyrtar þóknanir ■ Gjafir og risna Dæmin lýsa hugsanlegum ógnunum sem geta skapast og varúðarráðstöfunum sem kunna að vera viðeigandi til að eyða ógnununum eða draga úr þeim svo þær verði ásættanlegar í hverju tilviki. í raun verða fyrirtæki og meðlimir staðfestingarteymis að meta áhrif samsvarandi en ólíkra aðstæðna og tengsla til að ákvarða hvort varúðarráðstöfunum megi beita á fullnægjandi hátt til að bregðast við ógnunum við óhæði. Þegar um einingar tengdar umtalsverðum almannahagsmunum er að ræða kann tiltekin þjónusta að vera óheimil eða einungis heimil í neyðartilvikum. Þegar unnið er fyrir slíkan aðila skal aðalendurskoðandi ekki sinna endurskoðunarverkefni fyrir hann lengur en sjö ár og eftir þann tíma skal viðkomandi endurskoðandi ekki koma að endurskoðunarverkefninu næstu tvö ár. I nýlegum lögum um endurskoðendur nr. 79/2008 eru settar fram kröfur um að í endurskoðunarverkefnum skuli endurskoðandi og endurskoðunarfyrirtæki vera óháð viðskiptavini sínum, bæði í reynd og ásýnd. Þar er jafnframt kveðið á um að við mat á óhæði skuli endurskoðandi fylgja ákvæðum siðareglna sem Félag löggiltra endurskoðenda setur. Sérstök ákvæði eru í lögunum um einingar tengdar almannahagsmunum, starfstíma endurskoðenda og þóknanir. Ákvæði laganna um óhæði eru samsvarandi þeim kröfum sem settar eru fram í reglum IFAC. C hluti - Endurskoðendur sem starfa við annað en endurskoðun Þessi kafli reglnanna sýnir hvernig endurskoðendur sem starfa við annað en endurskoðun beita úrlausnaraðferðum sem fjallað er um í A hluta. f kaflanum eru sett fram dæmi um aðstæður sem endurskoðandi getur lent í og geta ógnað fylgni við grundvallarreglurnar. Rétt er að hvetja endurskoðendur til að kynna sér vel nýsamþykktar siðareglur FLE. Reglurnar munu án efa reynast mikilvægt hjálpartæki fyrir endurskoðendur til að meta alvarlegar ógnanir gagnvart óhæði og vera leiðbeinandi um það til hvaða varnaðarráðstafana er unnt að grípa til að eyða þeim eða draga úr þeim þannig að þær verði ásættanlegar. Reglurnar eiga að stuðla að því að störf okkar endurskoðenda njóti sem mests trausts. Traust er forsenda þess að við getum sinnt þeim mikilvægu skyldum í almanna þágu sem af stétt okkar er krafist. Guðmundur Snorrason 34 • FLE blaðið janúar 2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.