FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 21

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 21
Reikningsskiladagur FLE Reikningsskiladagur FLE var haldinn föstudaginn 18. september 2009 í Gullteig, Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni: Fjármálakreppan á Islandi - brást umgjörö reikningsskila? Ráðstefnan var opin og þátttakendur voru 232 að meðtöldum fyrirlesurum og gestum. Ráðstefnan gaf 4 einingar í reikningsskilahlutann. Ráðstefnustjóri var Hildur Árnadóttir endurskoðandi. Formaður FLE Margret G. Flóvenz setti ráðstefnuna, en síðan var gengið til eftirfarandi dagskrár: • Hlutverk fjölmiðla Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM • Hlutverk hins opinbera Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins • Hlutverk endurskoðanda Ólafur Kristinsson, endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers • Siðferði í reikningsskilum Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands • Fjármálakreppan á íslandi - ýmis reikningsskilamál Jóhann loan Constantin Solomon, endurskoðandi hjá KPMG hf. Ráðstefnan var vel sótt enda efnið áhugavert. Birt með leyfi Péturs G. Kristjánssonar Ijósmyndara. • Áhrif fjármálakreppunnar á alþjóðlega reikningsskilastaðla Stig Enevoldsen, formaður ráðgjafarhóps framkvæmdastjórnar ESB um reikningsskil (EFRAG) Haustráðstefnan 2009 Haustráðstefna FLE var að þessu sinni haldin á Akureyri dagana 13.-14. nóvember. Dagskráin var undirbúin af norðanmönnunum Davíð Búa Halldórssyni, Arnari Árnasyni og Hólmgrími Bjarnasyni í samstarfi við Menntunarnefnd félagsins. Dagskráin tók mið af landsbyggðinni og stöðu atvinnulífsins til sjávar og sveita. Rúmlega eitt hundrað endurskoðendur skráðu sig til leiks og í það heila þótti ráðstefnan takast vel samkvæmt niðurstöðum könnunar þar sem rúmlega 70% þátttakenda mátu hvernig til hafði tekist. Hólmgrímur Bjarnason stjórnaði ráðstefnunni með glæsibrag. FLE blaðið janúar 2010 *21

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.