FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 20

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 20
hefur eðlilega verið í kastljósinu og mun svo verða áfram næstu misserin og jafnvel ár. Það er því afar mikilvægt að halda á lofti þeim gildum sem endurskoðendur standa fyrir og að Félag löggiltra endurskoðenda standi vörð um þau. Þrátt fyrir viðsjárverða tíma framundan, og umfjöllun fjölmiðla um störf endurskoðenda og á stundum óvægna gagnrýni, þá vil ég leyfa mér að horfa björtum augum fram á við. Við ætlum okkur að efla félagið okkar og umræðan um störf endurskoðenda, hvort sem hún hefur verið jákvæð eða neikvæð sýnir okkur hversu mikilvægt hlutverk okkar er. Nýtum okkur þá umræðu með jákvæðum hætti og hefjum hlutverk okkar til vegs og virðingar. Sigurður B. Arnþórsson Skattadagur FLE Skattadagur FLE, ráðstefna um skattamál var haldinn föstudaginn 16. janúar 2009 í Gullteig, Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan var opin og tóku 224 þátt að meðtöldum fyrirlesurum og gestum. Ráðstefnustjóri var Árni Tómasson, endurskoðandi. Ráðstefnan gaf 4 einingar í skatta- og félagarétti. Formaður FLE, Margret G. Flóvenz setti ráðstefnuna, en síðan var gengið til eftirfarandi dagskrár: ■ Nýlegar breytingar á skattalögum, einnig verður fjallað um möguleika á nýtingu taps á móti fjármagnstekjum o.fl. Elín Árnadóttir, hdl. hjá PricewaterhouseCoopers hf. ■ Úrskurðir og dómar Steinþór Haraldsson, skattstjóri í Suðurlandsumdæmi Skattlagning í skugga bankahruns Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Skattaumhverfi atvinnurekstrar í núverandi aðstæðum og næstu misserum Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Milliverðlagning (Transfer Pricing) Ágúst Karl Guðmundsson, lögfræðingur hjá KPMG hf. Söluhagnaður - sölutap. Eru verðmæti að fara forgörðum? Vala Valtýsdóttir, hdl. hjá Deloitte hf. Endurskoðunardagur FLE Endurskoðunardagur FLE var haldinn föstudaginn 17. apríl, 2009 í Gullteig, Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan var opin og þátttakendur voru 182 að meðtöldum fyrirlesurum og gestum. Ráðstefnustjóri var Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri FLE. Ráðstefnan gaf 4 einingar í endurskoðun. Formaður FLE, Margret G. Flóvenz setti ráðstefnuna, en síðan var gengið til eftirfarandi dagskrár: ■ Sviksemi Lilja Steinþórsdóttir, innri endurskoðandi hjá Nýja Kaupþingi ■ A new Danish audit standard for SME's ? Jens Skovby, CEO of RevisorGruppen Danmark Virðisrýrnunarpróf, framkvæmd endurskoðunar Birkir Böðvarsson, hagfræðingur hjá Deloitte Umboðsmaður viðskiptavina bankanna Brynhildur Georgsdóttir, umboðsmaður viðskiptavina hjá Kaupþingi. Siðferði og óhæði Guðmundur Snorrason, endurskoðandi hjá PwC Breytingar á lögum um ársreikninga Helga Harðardóttir, endurskoðandi hjá KPMG 20 • FLE blaðið janúar2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.