FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 37

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 37
upplýstur með viðeigandi hætti um ráðstafanir sem gerðar eru og um viðurlög sem beitt er gagnvart endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum. Ef nauðsyn krefur vegna eftirlits og rannsóknar máls t.d. þegar starfsemi eftirlitsskylds aðila teygir sig yfir landamæri skulu eftirlitsaðilar í EES hafa með sér samstarf. Það er svonefnt heimaríki sem skal sinna eftirliti, þ.e. það ríki sem hefur viðurkennt viðkomandi endurskoðanda og þar sem hann hefur skráða skrifstofu. Gert er ráð fyrir að samstarfið felist í því að eftirlitsaðilar í EES skiptist á upplýsingum, sendi jafnvel upplýsingar að eigin frumkvæði og hafi með sér samvinnu við rannsókn mála í tengslum við framkvæmd lögboðinnar endurskoðunar, viðurkenningu á starfsréttindum, gæðaeftirlit og önnur þau mál er upp geta komið við framkvæmd tilskipunarinnar. í tilskipuninni er einnig mælt fyrir um að lögbær yfirvöld, þ.m.t. eftirlitsaðilar í EES ríkjum geti sent tilteknar upplýsingar til lögbærra yfirvalda í ríkjum utan EES. Flest ríki á EES svæðinu hafa nú þegar sett löggjöf til að koma ákvæðum tilskipunar 2006/48/EB til framkvæmda og hafa jafnframt tilnefnt eftirlitsaðila til að sinna lögboðnu eftirliti með endurskoðendum. Innan ramma tilskipunarinnar hafa ríkin tiltekið svigrúm til að ákveða fyrirkomulag eftirlitsins. Þau geta m.a. skipt hinum ýmsu þáttum eftirlitsins á mismunandi aðila eftir því hvernig slíkt fellur að stofnanakerfi í viðkomandi ríki. Sambærileg stjórnsýslunefnd og endurskoðendaráð er t.d. í Svíþjóð, þ.e Revisornámnden, og í Bretlandi er eftirlitinu sinnt af Professional Oversight Board hjá Financial Reporting Council. Ákvæði laga nr. 79/2008 um endurskoðendur varðandi tiihögun eftirlits með endurskoðendum Samkvæmt áðurgildandi lögum um endurskoðun, var endurskoðendaráð eftirlitsaðili, sem hafði almennar eftirlitsskyldur, gat vísað málum til opinberrar rannsóknar, lagt til sviptingu réttinda við ráðherra og úrskurðað í deilumálum varðandi endurgjald fyrir störf endurskoðenda. Með nýju lögunum er starfssvið endurskoðendaráðs víkkað verulega til að taka mið að kröfum tilskipunar 2006/48/EB. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 beinist starfsemi ráðsins aðallega að eftirfarandi: • kröfum um nám, próf og skilyrði löggildingar endurskoðenda. • eftirliti með starfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja. • að sjá til þess að til séu siðareglur og endurskoðunarstaðlar. Starfsskyldum sínum sinnir endurskoðendaráð einkum með því að: • gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglna. • sinna reglubundnu eftirliti, frumkvæðiseftirliti og rannsókn mála. • fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög. • veita umsagnir og álit til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla. • sinna samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda. • sinna samstarfi við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES. Störf endurskoðendaráðs frá apríl til nóvember 2009 Endurskoðendaráð var skipað 1. apríl 2009 og hélt sinn fyrsta fund 14. maí s.á. Ráðið hefur haldið tólf fundi. Helstu verkefni ráðsins á þessum fyrstu mánuðum hafa verið eftirfarandi: a. Löggildingarpróf- Ný reglugerð. Ráðið gerði tillögu til ráðherra um nýja reglugerð um próf til öflunar endurskoðunarréttinda og tillögu að próftökugjaldi. Ný reglugerð nr. 589/2009 tók gildi 3. júlí 2009. Með henni er breytt fyrirkomulagi prófa. Lagt var af það fyrirkomulag að prófmenn tækju fjögur próf sem þeim var heimilt að taka á fjórum árum. Hið nýja fyrirkomulag gerir ráð fyrir einu verklegu prófi sem tekur tvo daga. Gert er ráð fyrir því að í löggildingarprófi verði framvegis lögð meiri áhersla á verklega kunnáttu til að nýta fræðileg þekkingu. Endurskoðendaráð gerði einnig tillögu til ráðherra um nýtt próftökugjald ertók mið af hinu nýja fyrirkomulagi og skipaði nýja prófnefnd til að annast framkvæmd prófa. b. Viðurkenning á námi í íslenskum háskólum. Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008 er skilyrði þess að aðili öðlist löggildingu að hann hafi lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennt eraf endurskoðendaráði. Ráðið hefur kallað eftirgögnum frá íslenskum háskólum sem bjóða uppá meistaranám í endurskoðum og reikningsskilum og mun í framhaldinu meta hvort það fullnægi þeim kröfum sem gera verður til menntunar endurskoðenda, sbr. ákvæði laga nr. 79/2008 eins og þau verða skýrð í Ijósi 8. félagatilskipunarinnar varðandi þær kröfur er gera verður til menntunar endurskoðenda. FLE blaðið janúar 2010 • 37

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.