FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 24
Lífið ein tilviljun - viðtal
Ólafur Nilsson starfaði sem löggiltur endurskoðandi 1964 til 2004
„Ég tók ekki þátt í hruninu" er það fyrsta sem Ólafur Nilsson
segir þegar hann mætir galvaskur til viðtals og það er erfitt að
lesa úr andliti hans hvort hann er að grínast eða ekki.
Ólafur Nilsson hlaut löggildingu sem endurskoðandi 1964 og
starfaði sem slíkur allt til ársloka 2004.
Bara átján ára stráklingur
Aðspurður, af hverju endurskoðun varð fyrir valinu sem
starfsvettvangur þá hafði hann ekki velt þessu mikið fyrir sér
þegar Jón Gíslason skólastjóri í Versló mælti með honum þegar
Björn Steffensen og Ari Ó. Thorlacius sem ráku eina af stærstu
endurskoðunarskrifstofum landsins, föluðust eftir nema í
vinnu til sín. „Þeir voru miklir heiðursmenn og stofan þeirra
var annar grunnurinn að Deloitte í dag" segir Ólafur. „Ég var
bara átján ára stráklingur þá, búsettur á Siglufirði og var í skóla
í Reykjavík. Það var heilmikil ákvörðun að flytjast alfarið í bæinn
þó svo að ekki væri úr svo miklu að spila fyrir norðan" segir
hann og bætir svo brosandi við „þá var heldur ekki nein von á
námsláni." Foreldrarnir höfðu ekki miklar áhyggjur af starfsvali
hans, voru bara ánægð með að hann skyldi halda áfram í námi
og geta unnið með.
Þrjátíu og fimm krónur í mánaðarlaun
Ólafur átti félaga sem voru að læra til endurskoðunar og
ræddi málið við þá. Það voru ekki launin sem heilluðu en
hann fékk í fyrstu útborgun 35 kr. í mánaðarlaun (3.500 fyrir
myntbreytingu). Flann hafði áhuga á reikningshaldi og taldi
því að starfið gæti hentað honum nokkuð vel. Á stofunni
voru nokkrir á svipuðum aldri og hann var samferða mönnum
eins og Inga R. Jóhannssyni, Jóni Fl. Runólfssyni og Eyjólfi
Guðmundssyni til að nefna einhverja. Þá reyndist Gunnar Zoega
honum traustur leiðbeinandi í upphafi. Flann fór svo fljótlega í
námið í Hl en þá gilti það sama og nú að þriggja ára reynslutími
á endurskoðunarstofu var undanfari þess að fá löggildingu.
„Ég komst tiltölulega létt í gegnum námið fjárhagslega"
segir Ólafur. Námið fór fram á kvöldin eftir vinnu en kennt
var á laugardögum. I aðalatriðum voru kenndar sömu
námsgreinar og eru samkvæmt reglugerðinni í dag eins og
endurskoðun, reikningshald, skattskil, þjóðhagfræði, tölfræði
og hluti í lögfræði. Þá var mikil áhersla lögð á verkefnaskil
og ritgerðir. „Við fengum dóma á ritgerðir í tímum í heyranda
hljóði sérstaklega frá einum kennaranum" segir hann og það
var mikið af raunhæfum verkefnum eins og í reikningshaldi og
endurskoðun á einstökum þáttum.
Veikíndapróf á leikskóla
Þarna voru ágætir kennarar eins og prófessorarnir Guðlaugur
Þorvaldsson og Ármann Snævar lögfræðingur en hann hélt
utan um námið. Ármann var mjög samviskusamur og eitt skipti
þurfti Ólafur að fara í veikindapróf hjá honum og var Ármann að
vandræðast með yfirsetu því hann var að kenna. Það endaði
með því að hann fór með Ólaf á leikskólann Grænuborg þar
sem konan hans vann. Þar var hann settur inn í herbergi
með prófið fyrir framan sig. Um miðjan dag kom Ármann svo
í eftirlitsferð og leist þá ekki á blikuna því mikill hávaði var i
börnunum svo að hann fór með hann heim í stofu til sín til þess
að Ijúka prófinu. Friðurinn þar varði ekki mjög lengi því fljótlega
komu börnin hans heim úr skólanum. En prófinu náði hann
þrátt fyrir þessar sérkennilegu aðstæður.
Flugið heillar
„Fyrstu verkefnin voru mest í endurskoðun en stofan hafði
nokkuð mörg slík verkefni meðal annars fyrir bæði flugfélögin,
Flugfélag íslands og Loftleiðir" segir hann og lyftist allur
upp þegar flugið ber á góma. „Ég byrjaði í endurskoðun hjá
Flugfélagi Islands og man eftir mikilli vinnu við farmiðaeftirlit
sem fólst m.a. í því að stemma af flogna og óflogna miða á
uppgjörsdegi" segir hann og hlær við. „Eftir þetta var ekki
aftur snúið því ég var einhvern veginn alltaf bundinn fluginu.
Við tókum við endurskoðun hjá Flugleiðum 20 árum seinna og
síðan Arnarflugi líka. Ég fór svo að læra að fljúga og er með
einkaflugmannsréttindi sem ég hef haldið við. Ég á eina flugvél
að fullu og hlut í annarri" segir hann og dettur út smástund -
auðsjáanlega kominn eitthvert í háloftin. Þegar hann snýr til
baka þá er hugurinn kominn norður á Siglufjörð.
Siglufjörður og fjölskyldan
„Það er enginn af mínum nánustu sem býr á Siglufirði í dag
en ég á þar frændfólk" segir hann. „Bæði flugfélögin flugu
þangað á tímabili því bærinn stækkaði mikið á síldarárunurm
en íbúafjöldinn fór upp í 8000 manns þarna á sumrin. Það
var algjört ævintýri að alast upp á þessum stað og upplifa
síldarævintýrið. Loftleiðir komu undir sig fótunum með
síldarleitarflugi og gerðu út þarna fyrir norðan" bætir hann
við svona eins og söguskýringu. „Ég flýg heilmikið, er með
flugvél í sumarbústaðnum og flýg því mikið um Suðurlandið
og stundum norður á Sigló" segir hann glaðlega. Áhugamálin
eru fleiri því hann var alinn upp við skíðin og þau hefur hann
stundað frá unga aldri og stundar enn þegar færi gefst. „Þá
24 • FLE blaðið janúar 2010