FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 36

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 36
Nýtt endurskoðendaráð, hlutverk og starfsemi Bjarnveig Eiríksdóttir er lögmaður og formaður endurskoðendaráðs I þessari grein verða rakin tildrög þess að endurskoðendaráði var fengið nýtt hlutverk, þessu hlutverki lýst og farið yfir verkefni ráðsins það sem af er þessu fyrsta starfsári.1 Eins og nánar kemur fram eru þessar breytingar á eftirliti með endurskoðendum afleiðing alþjóðavæðingar viðskiptalífsins sem einkum má rekja til skuldbindinga íslands á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið og upptöku löggjafar Evrópusambandsins um endurskoðun í lög á íslandi. Fyrirmynd að eftirlitsaðila þeim sem þar er mælt fyrir um má finna í öðrum ríkjum, s.s. í Bandaríkjunum en þar í landi var ákveðið með Sarbanes-Oxley lögunum2 frá 2002 að m.a. skipa opinbera eftirlitsstofnun er hefði eftirlit með starfsemi endurskoðenda, svonefnt Public Company Accounting Oversight Board (PCAOB). Með þeirri tilhögun var eigið eftirlit endurskoðendastéttarinnar lagt af í Bandaríkjunum. Tilskipun 2006/48/EB og lög um endurskoðendur nr. 79/2008 Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög um endurskoðendur lög nr. 79/2008. Lögin fela í sér víðtækar breytingar á eldri lögum um endurskoðendur með það fyrir augum að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar 2006/48/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikninga, um breytingu á tilskipun ráðsins 78/660/EBE og 83/349/EBE og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 84/253/EBE, svonefndrar 8. félagatilskipunar EB, sem tekin var upp í EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar þann 8. desember 2006. Tilskipunin sem er endurskoðuð útgáfa eldri tilskipunar3 felur í sér töluverða útvíkkun á efni hennar og mikla en þó ekki fullkomna samræmingu krafna um lögboðna endurskoðun. Samkvæmt ákvæðum hennar er aðildarríkjunum heimilt að ganga lengra en þar greinir nema annað sé tekið fram. Hjá Evrópusambandinu var unnið að tilskipuninni í skugga fjármálamisferla og bera ýmis ákvæði hennar þess merki.4 Þau mál sem oftast eru nefnd í þessu sambandi eru Parmalat - málið á Ítalíu og Ahold - málið í Hollandi en í báðum tilvikum höfðu endurskoðendur áritað reikningsskilin fyrirvaralausri áritun. Reikningsskilin reyndust síðan röng í veigamiklum atriðum og á engan hátt áreiðanleg sem grundvöllur að fjárhagslegum ákvörðunum fjárfesta. Hinni nýju tilskipun er einkum ætlað að koma á breytingum annars vegar varðandi skipulag mála um starfsstétt endurskoðenda, svo sem varðandi menntun, hvaða verkefni þeir megi vinna og hvernig megi tryggja óhæði þeirra til starfa og hins vegar að skerpa reglur um framkvæmd endurskoðunar og eftirlit með henni. Einn helsti tilgangur tilskipunarinnar er þvf að tryggja með betri hætti en áður að fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar geti reitt sig á störf endurskoðenda og koma þannig í veg fyrir fjármálamisferli innan Evrópusambandsins og í þeim EFTA ríkjum sem tekið hafa upp reglur sambandsins í þessum málaflokki. Kröfur 8. félagatilskipunarinnar varðandi eftirlitsaðila Hin nýja tilskipun skyldar EES ríkin til að koma á óháðum og fjárhagslega sjálfstæðum eftirlitsaðila sem hafi eftirlit með endurskoðendum, bæði hvað varðar menntun þeirra, skilyrði löggildingar sem og með störfum þeirra. í tilskipuninni er mælt fyrir um að aðildarríkin skuli skipuleggja skilvirkt kerfi fyrir opinbert eftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum á grundvelli eftirlits í heimalandi. Hið opinbera eftirlitskerfi skal vera gagnsætt og vera fjármagnað á fullnægjandi hátt. Tilhögun reglusetningar vegna opinbers eftirlits skal stuðla að skilvirkri samvinnu á vettvangi bandalagsins/EES að því er varðar framkvæmd eftirlits í aðildarríkjunum. Gerðar eru kröfur um að meirihluti þeirra er taka þátt í stjórn hins opinbera eftirlits séu ekki starfandi sem endurskoðendur. Eftirlitsaðilinn skal hafa skilvirkar rannsóknar- og viðurlagaheimildir, til að finna, leiðrétta og koma í veg fyrir ófullnægjandi framkvæmd lögboðinnar endurskoðunar. Tryggja skal gagnsæi í meðferð mála og er því gert ráð fyrir að almenningur verði 1. Efni þessarar greinar er að töluverðu leyti byggt á fyrirlestrum sem undirrituð flutti á hádegisverðarfundi hjá Félagi löggiltra endurskoðenda þann 2. september sl. og á ráðstefnu Viðskiptafræðideildar H.í. „Endurskoðun á óvissutímum" 16. október sl. 2. An Act to protect investors by improving the accuracy and reliability of corporate disclosures made pursuant to securities laws and for other purposes. 3. Eldri tilskipun var áttunda tilskipun ráðsins 84/253/EBE um löggildingu einstaklinga sem falið er að annast lögmælta endurskoðun bókhaldsgagna, byggð á g-lið 3. mgr. 54. gr. sáttmálans. Efni hennar takmarkaðist við samræmingu á þeim hæfniskröfum sem gerðar eru til endurskoðenda, sem og kröfum um sjálfstæði þeirra og óhæði í starfi. Jafnframt setti framkvæmdastjórnin fram á grundvelli 211.gr. Rómarsáttmálans tilmæli þann 15. nóvember 2002 um gæðatryggingu lögboðinnar endurskoðunar í Evrópusambandinu sem og tilmæli 16. maí 2002 um óhæði löggiltra endurskoðenda í Evrópusambandinu. 4. Endurskoðun eldri tilskipunar hófst þegar á árinu 1996 en þegar misferlismálin komu upp í byrjun þessarar aldar tók sú vinna mið af þeim lærdómi er draga mátti af þeim. 36 • FLE blaðiðjanúar2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.