FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 13

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 13
2000 og réði sig til Marel sem forstöðumaður reikningshalds fram á vor 2009 að hún fór aftur til PwC. Breytingarnar allarfram á við „Hlutirnir hafa breyst mjög mikið frá því sem var - nánast orðið kúvending. Nú eru til dæmis komnir til sögunnar hinir ýmsu staðlar sem og hugbúnaður til að halda utan um endurskoðunina. Áherslurnar hafa breyst frá því ég hóf mitt nám en það er engin spurning að framfarirnar hafa orðið miklar. Það skiptir máli að endurskoðendur byggi endurskoðun sína upp á faglegan hátt" segir hún og lýkur svo viðtalinu með því að benda á það að það sé ekki hægt fyrir einn aðila að ætla að halda sér við á öllum sviðum er lúta að starfi endurskoðandans og því sé sérhæfing að verða meiri innan stéttarinnar. Konur í endurskoðun Ingunn H. Hauksdóttir er formaður Félags kvenna í endurskoðun og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG hf. Eins og gildir um svo margar starfsstéttir þá er staðalmynd endurskoðandans karlkyns. Líklega kemur fyrst upp í hugann mynd af miðaldra karli með axla- og ermabönd, der og stóra reiknivél. ímyndir af þessum toga breytast hægt þótt raunveruleikinn taki stakkaskiptum. Raunin nú er sú að 59% þeirra sem útskrifuðust úr Háskóla fslands árið 2009 með meistaragráðu í endurskoðun voru konur. Það er því líklegt að miklar breytingar verði á næstu árum og áratugum hvað varðar kynjaskiptingu endurskoðenda, þegar konur standa undir meirihluta endurnýjunar í greininni. Á skömmum tíma hefur þannig orðið umbylting í endurskoðun, enda er ekki lengra síðan en 1975 að fyrsti kvenendurskoðandinn útskrifaðist hér á landi. Fyrir okkur sem höfum alist upp við aukið jafnræði kynjanna er undarleg tilhugsun að ímynda sér starfsumhverfið sem blasti við fyrstu konunum í endurskoðun. Samstarfsfélagarnir voru nánast allir karlkyns og hafa líklegast haft önnur áhugamál, talað öðruvísi og tamið sér ólíka siði í samskiptum. Við þær aðstæður hefur þurft mikla áræðni til þess að taka þátt í þeirri samkeppni sem jafnan ríkir bæði milli fyrirtækja og innan þeirra um viðskiptavini, störf og stöður. Nýir tímar - nýjar fyrirmyndir Þegar samsetning hópa breytist, eins og gerðist þegar konur fóru í auknum mæli að starfa í endurskoðun, skiptir miklu að þær eignist góðar fyrirmyndir og finni að þær eigi bæði erindi í starfið og tækifæri til að ná sambærilegum árangri og starfsbræður þeirra. Það er ekki óeðlilegt að sú þróun taki tíma, og til að stuðla að henni var Félag kvenna í endurskoðun, eða FKE, stofnað í janúar 2005. Tilgangur félagsins er að efla samstarf, efla tengsl og styrkja stöðu kvenna sem hlotið hafa löggildingu í endurskoðun á Islandi. Tilgangi félagsins skal náð meðal annars með því að mynda tengslanet innan stéttarinnar og við konur í öðrum sambærilegum félögum. Einnig að stuðla að fjölgun kvenna í endurskoðun, svo sem með því að gera konur í endurskoðunarstétt sýnilegri, svo til sé fagleg fyrirmynd fyrir ungar konur. FKE hefur verið í góðu samstarfi við önnur fagfélög kvenna sem starfa í svokölluðum karlastéttum, þ.e. Kvennanefnd Verkfræðingafélags íslands, Félag kvenna í læknastétt á íslandi og Félag kvenna í lögmennsku, og hefur hitt þau reglulega og félagsmenn rætt málin. Jafnframt hefur félagið staðið fyrir hádegisfundum og fengið til sín góða fyrirlesara auk þess að halda ýmis námskeið. Má þar helst nefna námskeið um tengslanet kvenna, fundarstjórn, framkomu í fjölmiðlum og fleira. Staða kynjanna Fólk af þeirri kynslóð sem nú situr við stjórnvölinn í atvinnulífinu ólst margt hvert upp við annars konar viðhorf til kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna en okkur þykja sjálfsögð í dag. í þeirra hópi eru konur ekki fjölmennar og þar sem reynsla ræður miklu um hverjum er treyst fyrir ábyrgð getur liðið töluverður tími þar til jöfnuður milli kynjanna næst meðal stjórnenda. En í Ijósi þess að nú eru liðnir nokkrir áratugir frá því að konur urðu umtalsverður hluti þeirra sem stunda endurskoðun er þörf á að íhuga hvort þær hafi raunverulega sömu tækifæri og karlarnir. Getur til dæmis verið að enn eimi eftir af þeirri karlamenningu sem áður gat talist eðlileg í Ijósi kynjaskiptingarinnar? Getur verið að stjórnendur fyrirtækja freistist til þess að veita karlmönnum framgang frekar en konum af ótta við að „missa þær í barneignir"? Getur verið að ungir karlmenn eigi auðveldara með að tengjast þeim sem hafa mest áhrif á L FLE blaðiðjanúar2010 • 13

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.