FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 30

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 30
Fær sjaldan kvef - viðtal Halldór Hróarr Sigurðsson er löggiltur endurskoðandi hjá KPMG hf. Hann hallar sér afturábak í stólnum og segist vera í smáhléi frá sjósundinu nú sem stendur. Svo upplýsir hann aö sjósund, sem nýtur í dag vaxandi vinsælda hér á landi, felist almennt í að synda stuttar vegalengdir og einnig að fara í sjóinn þótt sund sé ekki aðalatriðið, en það má ef til vill frekar kalla það sjóböð. „Svo er líka stundað langsund í sjó sem er allt annar handleggur" segir hann og fer ekki meira út í þá sálma. „Það var kunningi minn, sem á þeim tíma bjó á Seltjarnarnesi, sem í upphafi bauð mér að koma með sér í sjóinn. Hann hafði stundað sjósund um árabil og átti til dagbók um sínar sjóferðir sem innihélt margskonar upplýsingar um hverja einstaka ferð svo sem stað og stund, hitastig lofts og sjávar og aðrar gagnlegar upplýsingar. Ég man að í fyrstu ferðinni, sem var síðsumars, var lofthiti og hiti sjávar hinn sami eða 12 gráður, er við lögðum í sjóinn skammt frá golfvellinum á Seltjarnarnesi. Góð aðstaða á Seltjarnarnesi Á þessum tíma var engin aðstaða þarna, en frá bílastæðinu er stutt yfir sjávarkambinn þar sem hægt var að geyma fötin í stórgrýtinu. Stuttu síðar var búið að setja upp opið skýli fyrir sundfólk skammt frá hinni fallegu gönguleið sem þarna er. Við erum bæjarfélaginu ævinlega þakklátir fyrir þetta framtak - sem hlýtur að vera með ódýrustu íþróttamannvirkjum á landinu - og stuðlar að enn fjörbreyttara útilífi í þessu yndislega umhverfi. Eftir sundið fórum við svo gjarnan í heitu pottana og sundlaugina á Nesinu, sem hefur þá sérstöðu að nota volgan sjó" segir hann og glottir svolítið yfir öllum þessum sjó. Hann segist hafa stundað sund lengi, keppt lítils háttar í skóla þegar hann var unglingur og hefur alltaf sótt laugarnar töluvert . I gegnum tíðina oft tekið böð í köldu vatni með göngufélögunum á bakpokaferðum víðs vegar um landið. í sjóböðunum við strendur íslands er það ekki síst hreina náttúran sem heillar, fuglarnir vita að þeim stafar ekki hætta af þessum óboðnu gestum og synda rólegir sína leið eða sveima yfir. Það er mikið útilíf á Nesinu og Seltjörnin er afar hentug fyrir þetta sport. Áður fyrr mun hafa verið klettagarður sem afmarkaði Seltjörnina en nú er hafið búið að brjóta garðinn að nokkru niður svo það getur orðið töluverður öldugangur þarna, en ströndin er hrein og þarna eru engin ræsi eða slíkt. „Óviðjafnanlegt er að vera þarna seinni part sumars á sólríkum degi og man ég eftir nokkrum slíkum þegar hitastig sjávar gat nálgast 17° og við syntum þá oft út að Gróttuvitanum" segir hann greinilega ánægður með þetta allt. Hitastig sjávar er lágt yfir vetrartímann, en með hækkandi sól er hiti í áttina að 12 gráðum alveg ágætur. Það er hægt að iðka sjósund hvar sem er á landinu. Halldór hefur farið víðar í sjóinn en við Seltjarnarnes eftir því sem tækifæri hafa gefist og nefnir Snæfellsnes, Skagafjörð og suðurströndina. Kuldinn bítur „Af eigin reynslu fullyrði ég að sjósundið er gott fyrir ónæmiskerfið, en þjálfunin felst í því að aðlagast kuldanum eins hratt og hægt er" segir hann og lýsir svo betur hvað í þessu felst. „Fyrst er að koma sér út í sjóinn og er það oft töluvert sjokk fyrir líkamann, en þetta er bara hluti af pakkanum. Best er þá að hreyfa sig sem minnst og stundum er þetta aðeins bað í sjónum í nokkrar mínútur. Meiri hreyfing þýðir meiri kælingu og þá eins og alltaf þurfa menn að vita sín takmörk. Tíminn í sjónum er því mislangur eftir þvf hvað hver einstakur þolir. Því getur verið hættulegt að fara einn í sjóinn bæði vegna ofkælingar og einnig sjávarstrauma og alls ekki hægt að mæla með því, auk þess sem góður félagskapur er stór hluti af sjósundinu eins og í annarri frístundaiðkun." „Jú, ég býð stundum vinum mínum og félögum með, nokkrir hafa þekkst boðið og engin vinslit orðið ennþá. Þetta getur verið dálítið tvíeggjað því fólk þarf að þekkja sín takmörk. Oft er talið að ekki sé verra að vera í góðum holdum til að taka á móti sjávarkuldanum" segir Halldór og kímir við en „reyndar er talið að þetta hafi líka eitthvað með æðakerfið að gera þ.e. hversu djúpt æðarnar liggja í líkamanum. Svo er upplifun kulda oft bara spurning um hugarfar. Aðalatriðið er að hver og einn stundi þessar sjóferðir með ábyrgum hætti bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum" segir hann að lokum. 30 • FLE btaðið janúar 2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.