FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 10

FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 10
Virðisrýrnunarpróf eru framkvæmd til að kanna hvort að virði eigna hafi rýrnað frá fyrra ári. Þau ber að framkvæma þegar vis- bending er til staðar að virði eigna hafi rýrnað eða að minnsta kosti einu sinni á ári sé um eignir með óskilgreindan líftíma að ræða. Aðalforsenda prófsins er sú að endurheimtanlegt virði eignarinnar (e. Recoverable amount) sé hærra heldur en bókfært virði (e. Carrying amount). Sé endurheimtanlegt virði lægra en bókfært virði skal færa virðisrýrnun upp á mismuninn en ekkert er fært sé niðurstaða prófsins á hinn veginn. Samkvæmt IAS 36 skal endurheimtanlegt virði vera hærra gildið af „Gangvirði að frádregnum sölukostnaði" (e. Fair Value Less Cost to Sell) eða „Notkunarvirði" (e. Value in use). Mikilvægt er að árétta að staðallinn segir að notast skuli við hærra gildið en ekki annað hvort. Almennt hafa fyrirtæki í sjávarútvegi beitt notkunarvirði við mat á endurheimtanlegu virði þrátt fyrir að stundum hafi legið fyrir nýleg viðskipti með varanlegar aflaheimildir og verð ( þeim viðskiptum verið opinber. Það er Ijóst að í þeim tilvikum sem nýlegt viðskiptaverð liggur fyrir með sambærilegar aflaheimildir er einfaldara að beita gangvirðisaðferð en við mat á því hvort að sú aðferð sé góð og gild þarf að vinna ákveðna grunngreiningu sem bæði snýr að eðli viðskiptanna og samanburðarhæfi þeirra við þær aflaheimildir sem verið er að prófa á hverjum tíma. Önnur ástæða þess að gangvirðisaðferðinni er sjaldan beitt snýr að þeirri almennu skoðun að notkunarvirði þ.e. virði sem endur- speglar bestu nýtingu félagsins á viðkomandi aflaheimildum hljóti að vera hærra heldur en viðskiptaverð á markaði þar sem eigendur kvótans hafa yfir að ráða tækjum og tólum til að hámarka virði hans. Það má vissulega taka undir þessi sjónarmið enda hafa margar rannsóknir sýnt fram á að notkunarvirði sé yfirleitt hærra heldur en skráð verð á markaði. Reikningsskilastaðallinn IAS 36 setur ýmis skilyrði við útreikning og mat á notkunarvirði. Mikilvægustu punktarnir eru að prófið skuli byggja á samþykktum áætlunum stjórnenda og ekki vera lengra en til 5 ára nema hægt sé að rökstyðja nauðsyn þess að hafa lengra spátímabil. Þá skal ávöxtunarkrafa til núvirðingar taka mið af kröfu sem markaðsaðilar gera við mat á sambærilegum eignum og þannig byggja kröfuna á markaðsskuldsetningu, sem þýðir að prófið á ekki að taka tillit til fjármagnsskipan einingar- innar sem verið er að prófa. En þessi krafa um markaðsskuldsetningu vekur upp áhugaverðar spurningar í tengslum við reglugerð um tímabundna lækkun veiðigjalds. Framkvæmd virðisrýrnunarprófs Hefðbundin uppbygging á virðisrýrnunarprófi byggir á sjóðstreymisspá sem grundvölluð er á samþykktri áætlun stjórnar félags- ins. Hægt er að brjóta áætlanagerðina upp í tekjuáætlun, rekstrarkostnaðaráætlun og áætlun um afskriftir og fjárfestingu. Tekjuáætlanir byggja á ýmsum þáttum eins og spá um heildaraflamagn, þróun afurðarverðs, gengisspá ofl. Allajafna eru áætlanir félaga rökstuddar með ýmsum hætti t.a.m. með því að vísa í spá sérfræðinga og greiningaraðila, framvirk verð á markaði og lang- tíma vaxtakúrfur. Það þykir styrkja áætlanagerðina að taka eins mikið mið af markaðsupplýsingum og væntingum markaðsaðila eins og hægt er. Aðrir liðir eins og forsendur um rekstrarkostnað og fjárfestingar félaga byggja yfirleitt á rauntölum sem og markmiðum stjórnenda um hagræðingu í rekstri og fjárfestingu í núverandi og nýjum rekstrarfjármunum. Mikilvægt erað benda á að IAS 36 heimilar ekki nýfjárfestingar í áætlanagerð heldur má einungis gera ráð fyrir endurnýjunarfjárfestingum á þeim eignum sem eru til grundvallar virðisrýrnunarprófinu. Við mat á ávöxtunarkröfu til núvirðingar á sjóðstreymi skal byggja eins mikið og kostur er á markaðsupplýsingum. Þetta þýðir að upplýsingar um áhættulausa vexti, mat á betu, markaðsáhættu og vaxtakostnaði skulda er fundinn með greiningu á sambæri- legum félögum. Ákveðin hefð hefur verið að byggja slíka greiningu á samanburði við erlend félög þar sem skortur er á íslenskum samanburðarfélögum. Við mat á ávöxtunarkröfu eigin fjár hefur til viðbótar verið metið sérstakt álag svokallað „alfa" sem tekur tillit til sértækra þátta eins og smæðar félaga m.v. samanburðarfélögin, óvissu í áætlanagerð og pólitískrar óvissu m.a. vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Mynd 1. sýnir hefðbundna uppbyggingu á virðisrýrnunarprófi fyrir aflaheimildir í botnfiski. í þessu prófi hefur félagið skilgreint afla- heimildir sínar sem hluta af sjóðskapandi einingu og prófar heimildirnar ásamt skipi og öðrum rekstrarfjármunum sem nauðsyn- legir eru til þess að nýta eignina. Fyrir setningu veiðigjalda er prófið tiltölulega einfalt (framsetningu en óvissan liggur fyrst og fremst í spá um þróun úthlutaðs kvóta og þróun afurðaverðs á markaði. Spá um veiðigjald byggir á veiðigjaldi sem greitt var fyrir breytingar á lögum um veiðigjald þar sem kom til viðbótar sérstakt veiðigjald. Spár um rekstrarkostnað, afskriftir og fjárfestingar byggja á rauntölum. Niðurstöður prófsins sýna að ekki er um virðisrýrnun aflaheimilda að ræða. 8 • FLE blaðið janúar 2013

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.