FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 29

FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 29
 Endurskoðunarnefndir Anna Skúladóttir er löggiltur endurskoðandi Störf endurskoðunarnefnda hafa verið að mótast og taka á sig skýrari mynd frá því að skipun endurskoðunarnefnda var lögfest (80/2008). Ég hef átt sæti í endurskoðunarnefndum frá árinu 2009 sem stjórnarmaður, fyrrverandi stjórnarmaður og utanað- komandi sérfræðingur og hef því nokkra reynslu af slíkum nefnd- arstörfum. Með þessu greinarkorni ætla ég að freista þess að segja frá minni reynslu sem nefndarmaður og mun sérstaklega fjalla um skipun nefndarmanna en um þann þáttinn hefur verið ágreiningur. Endurskoðunarnefndir hafa verið starfandi á íslandi allt frá árinu 2008. Með lögum nr. 80/2008 um breytingu á lögum um árs- reikninga nr.3/2006 var bætt við nýjum kafla kafla , IX kafli A, Endurskoðunarnefnd, gr. 108. a. - 108. d þar sem kveðið er á um skipun, hlutverk og störf endurskoðunarnefndar. Þar segir: a. (108. gr. a.) Við einingu tengda almannahagsmunum skal starfa end- urskoðunarnefnd. Stjórn einingar ber ábyrgð á skipun endurskoðunarnefnd- ar. Hún skal skipuð þremur mönnum hið minnsta eigi síðar en mánuði eftir aðalfund. Nefndarmenn skulu vera óháðir endurskoðanda eða end- urskoðendum einingarinnar og meiri hluti nefndarmanna skal jafnframt vera óháður einingunni. Framkvæmdastjóri viðkomandi einingar skal ekki eiga sæti í nefndinni. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu og reynslu í samræmi við störf nefndarinnar og skal að minnsta kosti einn nefndarmanna hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði reikningsskila eða endurskoðunar. b. (108.gr. b.) Endurskoðunarnefnd skal meðal annars hafa eftirfarandi hlutverk án tillits til ábyrgðar stjórnar, stjórnenda eða annarra á þessu sviði: 1. Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila. 2. Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingar- innar, innri endurskoðun, ef við á, og áhættustýringu. 3. Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureikn- ings einingarinnar. 4. Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrir- tækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 5. Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki. c. (108. gr. c.) í einingum tengdum almannahagsmunum skal tillaga stjórnar um tilnefningu endurskoðanda eða endurskoð- unarfyrirtækis byggjast á tilmælum frá endurskoðunar- nefndinni. d. (108. gr. d.) Endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skal árlega gera endurskoðunarnefnd grein fyrir störfum sínum og óhæði og skila skriflegri skýrslu um mikilvæg atriði sem fram hafa komið við endurskoðunina. ( skýrslunni skal sérstaklega geta um veikleika í innra eftirliti í vinnuferli við gerð reikningsskila. Samkvæmt lögunum ber stjórn ábyrgð á skipun endurskoðunar- nefndar. í stjórnskipulagi hlutafélags getur endurskoðunarnefnd þannig aldrei verið annað en undirnefnd stjórnar. Útilokað er að ætla að endurskoðunarnefnd sé með nokkrum hætti ætlað að hafa eftirlit með störfum stjórnar. Umræðan hefur snúist i töluverðum mæli um hvernig samsetn- ingu nefndarmanna endurskoðunarnefndar sé best fyrirkomið. Spurningar hafa vaknað um hvort æskilegt sé að nefndin sé að meirihluta skipuð utanaðkomandi sérfræðingum eða hvort æski- legt sé að meirihluti nefndarmanna séu jafnframt stjórnarmenn eða hvort kannski sé best að allir nefndarmenn séu jafnframt stjórnarmenn. Ég tel ekkert eitt svar rétt því það sem hentar einu félagi best þarf ekki að vera kjörstaða fyrir annað. Skoðum þessa valkosti nánar: í lögunum eru ekki bein ákvæði sem setja hömlur eða takmark- anir um skipun stjórnarmanna í endurskoðunarnefndir. Aftur á móti eru gerðar skýrar kröfur um þekkingu nefndarmanna og óhæði. Þar segir að nefndarmenn skuli hafa þekkingu og reynslu í samræmi við störf nefndarinnar og að minnsta kosti einn nefndarmanna skuli hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði reikningsskila eða endurskoðunar og að nefndarmenn skuli vera óháðir endurskoðanda eða endurskoðendum einingarinnar og meirihluti nefndarmanna skuli jafnframt vera óháður einingunni. Hvað þýðir það að vera óháður einingunni? Um það er ágrein- ingur. Fjármálaeftirlitið (FME) sendi umræðuskjal, drög að leið- beinandi tilmælum um skipan og störf endurskoðunarnefnda eftirlitsskyldra aðila, þann 20. júní 2011 til eftirlitsskyldra aðila. í umræðuskjalinu setur FME fram ítarlega greiningu á þvi hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að nefndarmaður geti talist óháður einingunni. FME telur samkvæmt umræðuskjalinu að gera eigi sömu kröfur til nefndarmanna endurskoðunarnefnda og gerðar eru til nefndarmanna eftirlitsstjórna og fulltrúanefnda um óhæði. Óháður nefndarmaður fulltrúanefndar telst að mati FME óháður einingunni ef hann uppfyllir eftirfarandi skilyrði (í samræmi við II. Viðauka við tilmæli framkvæmdastjórnarinnar frá 15.febrúar 2005): • Hann er ekki eða hefur verið framkvæmdastjóri einingar- innar eða samstæðunnar síðustu fimm ár FLE blaðiðjanúar2013 • 27

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.