FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 47
fyrirtæki sem lögðu sig fram í þeim efnum voru líklegri til að fá endurskoðunaráritun en þau sem minna lögðu upp úr bókhalds-
málum og skipulagi sem einkenndi traust innra eftirlit.
Það var mat flestra endurskoðenda á þessum tíma að sú uppgjörsvinna, sem hér hefur í stuttu máli verið lýst, hafi falið í sér eigin-
lega rannsóknarvinnu sem kenna má við endurskoðun. Vinnuskjöl sem endurskoðendur söfnuðu voru aðallega sundurgreining
a einstökum liðum í reikningsskilunum og ýmis konar afstemmingar og minnisblöð sem fólu í sér upplýsingar sem menn sáu
ástæðu til að varðveita. Jafnvel þótt flest þessara vinnuskjala hafi ekki mátt telja endurskoðunargögn samkvæmt erlendum
stöðlum um framkvæmd endurskoðunar þá skapaðist hér hefð fyrir að þessi vinna væri nógsamleg fyrir íslenskt viðskiptaum-
hverfi; ekkert benti raunartil annars.
Það var sum sé mat endurskoðenda á þessu gamla verklagi að unnt væri að árita reikningsskilin fyrirvaralaust og votta að þau
gæfu glögga mynd af rekstri og efnahag, jafnvel þótt frekari vinna færi ekki fram, þ.e. rannsóknarvinna sem kennd er við eiginlega
endurskoðun. Menn töldu ekki ástæðu til þess að safna frekari sönnunum en þeim sem aflað var við bókhalds- og uppgjörsvinn-
una. Það var mat manna að efni máls skipti hér meiru en ýmis formsatriði sem um margt einkenna nú gagnasöfnun samkvæmt
stöðlum um framkvæmd endurskoðunar. Til dæmis að taka, hví skyldi ekki vera nóg gagnvart vottun bankainnstæðna að hafa
sjálfur stemmt af alla bankareikninga og gert allar viðeigandi leiðréttingarfærslur? Menn spyrja gjarnan í þessu samhengi hvort
raunveruleg bót felist í aðgerðum sem nú er kveðið á um í stöðlum um endurskoðun og taka m.a. til athugunar á innra eftirliti um
meðferð handbærs fjár, sjálfstæðrar staðfestingar á viðskiptastöðu frá viðkomandi fjármálafyrirtæki, og rannsóknar á færslum
fyrir og eftir lotunardag.
Vandinn er sá að jafnvel þótt þetta kunni að hafa verið prýðileg vinna að mörgu leyti þá er framkvæmdin ekki í samræmi við staðla
sem nú hefur verið ákveðið með lögum að farið skuli eftir. Þegar ný lög um endurskoðendur tóku gildi í ársbyrjun 2009 var ákveð-
ið að orðið „endurskoðun" væri aðeins unnt að nota með vísan til alþjóðlegra staðla. Við samþykkt þeirra laga var í engu hugað
að því að íslenskt viðskiptaumhverfi hafði skammlaust komist af án þessara staðla um áratugaskeið og samkvæmt því verklagi
sem að framan er lýst. Gild ástæða var þó til þess að skerpa á reglum um gerð reikningsskila og framkvæmd endurskoðunar hjá
fyrirtækjum þar sem almannahagsmuna verður að gæta, svo sem eins og hjá fyrirtækjum á verðbréfaþingum og fyrirtækjum sem
mynda innviði íslensks fjármálalífs. Það er svo sjálfstætt athugunarefni hvernig til hefur tekist í því efni.
Hitt hefur ekki fengið nægilega umfjöllun en það er að ýmis önnur fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa í gegnum tíðina
kallað eftir einhvers konar eftirliti. Það hafa veitt bæði stærri og smærri endurskoðunarstofur og þá aðallega með skírskotun í þá
tegund vinnu sem að framan var lýst. Nú bregður hins vegar svo við að stærri stofur túlka hin nýsettu lagafyrirmæli á þá lund að
þessa vinnu sé ekki unnt að vinna nema í samræmi við alþjóðlega staðla um framkvæmd endurskoðunar, jafnvel þótt með þeim
stöðlum hafi ekki staðið til að verja hagsmuni smærri og miðlungi stórra rekstraraðila. Minni stofurnar hafa hins vegar haldið sínu
striki og veitt umbeðna þjónustu með skírskotun í góða endurskoðunarvenju, eins og hún var í eina tíð skilgreind. Afleiðingin af
þessu er sú að kostnaður við þessa vinnu hefur aukist til mikilla muna hjá stærri stofunum, án þess að kaupendur þjónustunnar
sjái nokkurn mun í notagildi vinnunnar fyrir sig. Það hefur annaðhvort leitt til þess að stofunum hefur verið sagt upp og leitað er
til smærri endurskoðunarstofa eða að boðið er upp á þjónustu sem ekki kallar á endurskoðun.
Þetta er ekki gott ástand og miður að ekki skuli fyrirfram hafa verið hugað að stöðu endurskoðunarþjónustu fyrir íslenskt við-
skiptaumhverfi áður en ný lög voru sett. Vafalaust þurfti að lögleiða erlendar tilskipanir en það girti ekki fyrir að hugað væri að
þörfum íslensks viðskiptalífs1. Afleiðingar þessa birtast m.a. í ágreiningi um það hvernig endurskoðun skuli framkvæmd. Endur-
skoðendur á smærri stofum hafa hafnað eftirliti Endurskoðendaráðs sem að sögn fer fram til að skera úr um hvort unnið sé í
samræmi við alþjóðlega staðla. Ágreiningurinn birtist einnig í því formi að óskað hefur verið eftir því að rannsókn Endurskoð-
endaráðs verði tekin til skoðunar hjá Umboðsmanni alþingis.
í þessu sambandi þykir rétt að árétta að ágreiningur um málið er ekki aðeins um það hvort alþjóðlegir staðlar hafa tekið formlega
gildi, þrátt fyrir að gildistaka laganna hafi verið ársbyrjun 2009, heldur einnig að hinu hvort endurskoðun með gamla laginu, með
einhverjum breytingum þó, geti ekki rúmast innan hinna alþjóðlegu staðla. Fyrrnefnda atriðið varðar það álitaefni hvort alþjóðlegir
staðlar sem ekki hafa verið þýddir með formlegum hætti á íslensku geti tekið gildi fyrr en því verki er lokið með sómasamlegum
hætti2. Miklu varðar að vel takist til í því efni og nauðsynlegt að þýðendur hafi ekki aðeins góða faglega þekkingu heldur góða
tilfinningu fyrir ensku máli sem er frummálið í hvoru tveggja staðlasmíðinni, þ.e. um gerð reikningsskila og framkvæmd endur-
1. Þvf hefur verið haldið fram í mín eyru að það hafi ekki verið tilviljun að engir fulltrúar smærri stofa, t.d. frá AUME, áttu sæti í vinnuhópnum sem útbjó frumvarpið
sem varð að lögum um endurskoðendur.
2. Svona er til orða tekið þar sem þýðing að mati undirritaðs á alþjóðlegum stöðlum um gerð reikningsskila sem og þýðing á siðareglum fyrir
endurskoðendur er ekki gallalaust verk.
FLE blaðið janúar 2013 • 45