FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 16
Hinn dæmigerði endurskoðandi!
Sigríður Soffía Sigurðardóttir er löggiltur endurskoðandi
hjá KPMG ehf.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi er máltæki sem átti svo sann-
arlega við þegar ákveðið var að senda út stutta könnun á alla
löggilta endurskoðendur og finna út hinn dæmigerða endur-
skoðanda. Hugmyndin vaknaði á aðalfundi FKE (Félag kvenna í
endurskoðun) sem haldinn var nýverið og voru þar teknar strax
saman ýmsar tölulegar upplýsingar. Áhugi minn á örvhentum
endurskoðendum hefur verið sérlega mikill síðan ég byrjaði
að vinna hjá KPMG þar sem ótrúlega margir yfirmenn þar eru
örvhentir! Því greip ég tækifærið og spurði hve margar á aðal-
fundinum væru örvhentar, og þóttist ég viss um að svarið væri
mikið meira en 10%, sem er normið. Varð ég fyrir gífurlegum
vonbrigðum þar sem ég hélt að ég væri búin að finna týnda
genið í hinum dæmigerða endurskoðanda, (the typical revis-
ÖÖR) en svo var ekki. Því var ákveðið að stækka úrtakið og
skoða alla endurskoðendur á íslandi og senda spurningakönnun
varðandi hinn dæmigerða endurskoðanda.
Til að ná utan um hinn dæmigerða endurskoðanda, þá var best
að setja fram nokkrar spurningar. Þegar könnunin var gerð
voru um 370 endurskoðendur skráðir hjá FLE. 208 endurskoð-
endur svöruðu eða 56%. Fyrst var ákveðið að kanna hvernig
vinnustatus svarenda væri og mikill meirihluti eða 42% var að
vinna á stofu sem svarandi var eignaraðili að. Ég ákvað að meta
það þannig að eigendur eru miklir vinnuþjarkar sem taka tölvu-
póstum alvarlega og svara samviskusamlega öllum könnunum.
Síðan kom að draumaspurningunni um örvhenta endurskoð-
andann, eins og áður sagði. En svörin voru ekki á þann veg
sem ég hafði vonað... 10% svarenda voru örvhentir.. ( þar af
einn sem neitar því að hann sé örvhentur og skrifar með hægri
(svikari)) og 90 % er rétthentir.
Þar sem margir trúa á stjörnumerkin þá þótti best að kanna það
líka; langflestir endurskoðendur eru Vatnsberar og Meyjur, eða
22 endurskoðendur samtals í báðum merkjum. Þar sem undir-
rituð er Meyja og þekkir engan galla á Meyjunni þá fann ég til
lýsinguna á Vatnsberanum og þá er spurning hvort hann eigi
við um dæmigerða endurskoðandann:
„Hinn dæmigerði Vatnsberi er yfirleitt rólegur, vingjarnlegur
og þægilegur f framkomu. Hann er yfirvegaður og viðræðu-
góður en hleypir fólki samt sem áður ekki of nálægt sér.
Hann er oft á tíðum heldur dularfullur eða a.m.k. fjarlægur.
Að minnsta kosti finnst öðrum oft erfitt að átta sig á honum.
Ein ástæða fyrir þessu er sú að hann er frekar ópersónu-
legur og lítið fyrir að ræða um sjálfan sig og bera tilfinningar
sínar á torg."
Við þurfum síðan að passa okkur á að Lasersjón sjái ekki þessa
könnun, en 58,7% endurskoðanda notar gleraugu meðan ein-
ungis 17,8% hafa farið í laseraðgerð. Greinilega stór markaður
hjá endurskoðendum, sem vert er að skoða I
Áhugamál dæmigerða endurskoðandans komu engan veginn
á óvart en 32,6% eru golfarar í húð og hár, en þegar ákveðið
var að skoða hvað endurskoðandinn skrifaði í valmöguleikann
"annað" þá komu upp allskonar íþróttir, söngur, fjölskyldan og
einn safnar frímerkjum og annar er mikið fyrir hvítvínsgleði.
Farartæki dæmigerða endurskoðandans kom heldur ekki á
óvart, en 55,6% aka um á landbúnaðarverkfærinu jeppa. Einn
er meira segja á þríhjóli! Endurskoðendur eru engan veginn
nógu duglegir að leggja sitt til umhverfismála en 38,8% flokkar
ekki ruslið sitt, á meðan 27,8% flokkar allt ruslið sitt.
Svarið við spurningunni um hvað svarandi starfaði við, væri
hann ekki endurskoðandi, dreifðist á ótrúlegan hátt; 40 endur-
skoðendur væru örugglega í iðngreinum, en 97 ákváðu að svara
"annað", og þar komu ýmis starfsheiti. Síðan komu almennari
svör, en flestir myndu vilja vera lögfræðingar, því næst verk-
fræðingar eða fjármálastjórar og svo leyndust Ijónatemjari og
jöklafræðingur á milli.
Til þess að við gætum endað spurningalistann eins og sannur
Capacent spyrjandi, var ákveðið að kanna hvers kyns svarandi
væri, en 66,8% voru karlarog 33,2% konur. Einn neitaði alfarið
að gefa upp kyn sitt. Síðasta spurningin sem var um hæfi bíl-
stjórans, leiðir í Ijós að langflestir endurskoðendur virðast ekki
gera neitt annað en að bakka í stæði, sem má ráða af því að
76,6% telja sig vera góða í að bakka, á meðan 18,7% bakka
ekki í bílastæði, og 4,8% telja sig ekki klára í að bakka og hafa
bakkað á.
Samandregin niðurstaða er þessi:
Dæmigerði endurskoðandinn er karlkyns rétthentur eigandi á
stofu, notar gleraugu, er í Vatnsbera- eða Meyjamerkinu, blússar
um á jeppa, spilar golf og dreymir um að vera iðnaðarmaður eða
lögfræðingur, kýs að flokka ekki ruslið sitt og bakkar listilega vel
í bílastæði.
Sigríður Soffía Sigurðardólttir
14 • FLE blaðið janúar 2013