FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 20
Björn afastrákur fagnar nýju ári
inni hjá einu viðskiptafyrirtæki firmans, reyndar í óskyldum
iðnaði, stóru fólksflutningafyrirtæki. Fyrst við innri endurskoð-
un og síðar við fjármáladeildina. Nú sat ég hinum megin við
borðið svo að segja, kominn inn í pólitík „Corporate Ameríka".
Nú þurfti að taka ákvarðanir fremur en að gefa ráðleggingar
og fyrirtækjamenningin gjörólík. Störfin voru þó að öllu jöfnu
skemmtileg, ferðalög víða um land, allt á milli Vancouver,
British Columbia til Windsor, Ontario. Þannig hlóðust vildar-
punktarnir upp frá flugfélögum og hótelum. Það var mikið um
ráðstafanir vegna endurskipulagningar og rekstrarhagræðingar
innan fyrirtækisins á þessum árum, ráðningar og uppsagnir árs-
fjórðungslega, „hire-fire". Aftur veruleg yfirvinna um skeið.
Datt mér þá í hug gamli málshátturinn að ekki er grasið alltaf
grænna hinum megin. Einhvern veginn, í gegnum árin, gátum
við innan fjárhagsdeildarinnar hrist þessar endurskipulagningar
af okkur þangað til að stórt breskt fyrirtæki tók yfir reksturinn
og flutti stóran hluta af rekstrardeildunum og alla fjármálastarf-
semi til stöðva sinna í Bandaríkjunum. Nú var fyrirtækið orðið
„Petty Cash" á efnahagsreikningi yfirtökufyrirtækisins.
Eftir þetta var ég ekki í fullu starfi (u.þ.b. tvö ár, tók lífinu rólega,
en fékkst við smáverkefni og skattskil þar til mér barst óvænt
tilboð að starfa við fjármáladeild einkafyrirtækis, sem framleiðir
nýþróaðar olíudælur og hefur starfsemi í flestum heimsálfum.
Svo ég er strangt til tekið enn við fagið, þótt hinum megin við
borðið sé. En sólin sígur hægt til vesturs hvað störfin snertir,
tekur kannski eitt til tvö ár.
Hvað viðkemur íslensku vinnuumhverfi nú og núverandi vinnu-
umhverfi hér, get ég ekki farið mörgum orðum um, vegna
langrar fjarveru. Við félagsmenn FLE fáum af og til bréf frá
Sigurði og Hrafnhildi, sem hefur gefið mér nasasjón af hvað
hefur skeð heima fyrir. FLE hefur komið langan veg á 75 árum,
og félagið og nefndir þess hafa gert mjög vel í sambandi við
áframhaldandi betrumbætur. Við samanburð hér og þá heima
fyrir tel ég að vinnuumhverfið hafi verið í grundvallaratriðum
álíka. Menntunarkröfur til endurskoðendanáms á íslandi hafa
síðan aukist verulega og einnig er námsefnið nú ítarlegra og
fjölbreyttara. Þegar ég hlaut löggildinguna á íslandi var ekki
komin formleg handbók um reiknings- og endurskoðunarstaðla,
e.t.v. nokkrar verklagsreglur. Þá var stuðst við almennar venjur
í þessum málum eins og að nemendur lærðu hjá sínum meist-
urum. En í sumum tilfellum, einkum meðal stærri stofanna,
var þó farið að styðjast við Alþjóðastaðalinn og jafnvel við þann
bandaríska. Þá voru til dæmis ekki kennd samstæðureiknings-
skil við námið og skattfrestun (deferred income taxes) ekki
færð í reikningsskilum. Fyrirtæki heima fyrir notuðu þó jafnan
sömu afskriftarreglur í bókum sínum eins og leyfð voru í skatta-
lögum og var því þessi staðall nær óþarfur. Þessar nýju aðferðir
fyrir mig, komu með kalda vatninu hér.
í endurskoðunarferlinu hér var mun meiri tíma varið í mat á
endurskoðunarhæfi, yfirferð á kerfislýsingum og flæðiritum,
mat á áhættu og prófun á innra eftirliti með ýmsum úrtaksað-
ferðum. Aðferðafræði endurskoðunarinnar hefur þó breyst að
nokkru leyti hér, endurskoðendur kanna og meta nú í ríkara
mæli hvað stjórnendur gera yfir árið til að viðhalda góðu innra
eftirliti, meta verk innri endurskoðenda og þar sem við á endur-
skoða skýrslur og staðfestingar samkvæmt kröfum Sarbeynes
Oxley (hér kallað SOX). Einnig eru endurskoðunarnefndir jafnan
skipaðar innan almenningshlutafélaga.
Það hefur margt gerst um dagana hér og reynt hefur verið
að stikla á stóru í þessari grein. Þegar ég lít til baka segi ég
með sanni að endurskoðunarstarfið hefur verið ánægjulegt og
reynsluríkt. Ungu fólki, sem stendur á vegamótum hvað taka
eigi fyrir í háskólanáminu, bendi ég á að endurskoðunarnámið
er verðugt íhugunar.
Lífið hefur verið gott hér og veðurfar ekki alltaf eins slæmt
og ég nefndi í upphafi. Við fáum hér af og til hnúkaþey, sem
kemur frá Kyrrahafinu yfir Klettafjöllin. Þá getur orðið ansi mikill
munur á hitastigi frá degi til dags. Til gamans má geta, þegar
við kvörtuðum yfir kuldanum við komuna hér brosti fólk og
sagði „hvað eruð þið að kvarta, frá íslandi, við héldum að þið
væruð hér í sumarfríi".
Það er alltaf sterk taug sem tengist heimlandinu. Ferðir yfir
Atlantshafið hafa verið með nokkuð jöfnu millibili gegnum árin
til að heimsækja ættingja og vini og að sjálfsögðu til að sjá
Esjuna í vetrarbúningi eða undir sólroðnum skýjum. Einnig var
ég þess aðnjótandi að koma í kaffi á 75 ára afmælishátíðinni og
sitja með gömlum vinnufélögum. Á milli ferðanna verður mér
oft hugsað til Klettafjallaskáldsins og kvæði hans „Þótt þú lang-
förull legðir...." Eins og vitað er, þá settist Stephan G. á sínum
tíma að í Markerville, sem er stutt fyrir norðan Calgary. Með
framlagi íslendingafélaganna ( N-Ameríku og Albertastjórnar var
hús hans og bú gert að sögusafni.
Ég vil nota tækifærið til að óska öllum innan FLE og fjölskyldum
þeirra gleðilegs nýs árs og áframhaldandi velgengni á komandi
árum.
18 • FLE btaðið janúar2013