FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 22
Félagsmenn erlendis
Birgir Finnbogason
í Skopje
Árin 2008 og 2009
voru að ýmsu leiti
róstursöm fyrir mig
og mér fannst kom-
inn tími til að láta
gamla hugmynd
rætast og þreifa fyrir mér með starf erlendis. Ég hafði engan
sérstakan áfangastað í huga og leitaði því hófanna í flestum
heimsálfum, þó minnst í norður Evrópu. Auglýsing frá ÖSE/
OSCE (Organization for Security and Co-operation in Europe)
á starfi yfirmanns stjórnsýslu og fjármála (Head Administration
and Finance) á starfsstöð stofnunarinnar í Skopje vakti athygli
mína og ég ákvað að sækja um. Það var síðan á viðburðarík-
um afmælisdegi mínum haustið 2009 sem ég var boðaður í
símaviðtal og í framhaldi af því i þriggja daga ferð til Skopje
til klukkustundar starfsviðtals. Mér var boðið starfið, ef til
vill hafði ég útlitið með mér, þó svo óheppilega hafi viljað
til að farangurinn kom ekki samtímis mér og ég varð því að
klæða mig upp í krumpuð ferðafötin. Ég vissi ósköp lítið um
Makedóníu en ákvað að slá til og hella mér út I óvissuna.
Makedónía eins og landið er almennt kallað fær þó ekki að
nota það heiti opinberlega í alþjóðasamskiptum því sögulega
séð er hin forna Makedónía hluti af fjórum löndum, Makedoníu
(fYROM - former Yugoslav Republic of Macedonia), Grikklandi,
Búlgaríu og Albaníu. Nágrannarnir í suðri, Hellenska lýðveldið
(Grikkland), er ekki tilbúið að leyfa fyrrum Júgóslavneska lýð-
veldinu Makedóníu að nota það heiti yfir landið og kemur m.a.
í veg fyrir aðild Makedóníu að NATO og Evrópusambandinu
á meðan nafnamálið svokallaða er óleyst. Þó þetta nafnamál
hafi verið um langan tíma eitt stærsta milliríkjadeilumálið er
það ekki ástæða þess að ÖSE er með starfsstöð í landinu.
Þegar sambandsríkið Júgóslavía leystist upp urðu mikil átök
á Balkanskaganum og einna hörðust í Kósóvó sem liggur að
Makedóníu í norðri og var (er) hluti af Serbíu. Óttast var að
átökin færðust yfir til landsins og ÖSE setti því upp starfs-
stöð í Makedóníu árið 1992 til að fylgjast með ástandinu. í
Makedóníu búa nokkur þjóðarbrot sem byggja á ólíkri menn-
ingu, en stærsti minnihlutahópurinn er af Albönskum upp-
runa og á því mikla samleið með meirihluta íbúa Kósóvó. Þess
vegna er landið viðkvæmt fyrir því eldfima ástandi sem enn er
til staðar á Balkanskaganum en árið 2001 kviknaði ófriðarbál og
Makedónía var á barmi borgarastyrjaldar. Ástandið í dag er þó
skaplegt og umsvif ÖSE minnka ár fá ári á sama tíma og landið
nálgast óðfluga aðild að Evrópusambandinu og erlend fyrirtæki
setja i auknum mæli upp starfsemi í landinu.
Það er ekki hægt að segja að starfið sem ég gegni sé beint
á fagsviði endurskoðanda. Auðvitað nýtist reynsla mín og fag-
þekking á margan hátt en stjórnunarreynsla vegur þó þyngra.
Starfið felst í því að sjá um daglegan rekstur, en undir minni
stjórn eru fjármál, starfsmannamál, upplýsingatækni, innkaup,
eignaumsjón, rekstur ökutækja og skjalastjórnun. Þetta virðist
nokkuð umfangsmikið, en er þó tæknilega tiltölulega einfalt því
verkferlar eru vel skilgreindir og verksvið og störf vel afmörkuð.
Stofnunin notar Oracle upplýsingakerfi sem er mjög fastmótað
og virkar alveg prýðilega. Lítið um séraðlaganir nema þá fyrir
stofnunina í heild og menn læra að lifa með því sem þeim er
fengið I hendur en byggja upp sérlausnir í öðrum kerfum ef þeir
hafa efni á. Eitt af því sem vakti athygli mína strax er hve mikil
virðing er borin fyrir fjárhagsáætluninni. „Frammúrkeyrsla" er
hugtak sem þekkist ekki í heimi ÖSE og mér datt ekki í hug
að reyna að efna til fræðslu um þá íslensku rekstrarmenningu.
Ástæðuna fyrir því að ekki er farið fram úr má einkum rekja til
góðs og fastmótaðs skipulags innkaupa, starfsmannaráðningar
umfram fyrirfram samþykktar starfsheimildir þekkjast ekki og
viðtekið er að leggja fram mánaðarleg uppgjör í fyrstu eða
annarri viku eftir uppgjörsmánuð, yfirfara og kynna fyrir stjór-
nendum einstakra rekstrareininga. Það þykir gott að loka árinu
með 97% - 98% nýtingu, 99% -100% er frábært en allt þar yfir
er rauða spjaldið. Með einfaldara kerfi mætti efalaust ná sama
árangi en mér þykir ansi oft miður hve fjármunir sem veittir eru
til starfseminnar brenna upp í skrifræði og óskilvirkni þannig að
þekkt óhægræði og yfirbygging í íslensku stjórnkerfi er léttvægt
í þeim samanburði. Ef það er rétt að vega saman framúrkeyrslu
og skrifræði, þá er ég viss um að hægt er að létta á báðum
ásum og ná jafnvægi og svipuðum árangri fyrir minni fjármuni.
Þess konar verkefni fer væntanlega ekki á dagskrá að nokk-
urri alvöru í fyrirséðri framtíð. Fyrir þá sem hafa gaman af að
„tukta til í kerfinu" er ÖSE ekki rétti starfsvettvangurinn, en ef
menn eru sáttir við að fá lífsreynslu, upplifun, útrás fyrir hóf-
lega stríðni og horfa á kerfið svífa inn í framtíðina á pólitískum
vængjum, þá má hafa töluvert út úr þessu starfsumhverfi og
þrifast vel til lengri tíma.
Fyrir mig hefur tíminn hjá starfsstöð ÖSE í Skopje verið mikil
upplifun og lífsreynsla og minnir á margan hátt á umhverfi sem
lýst er í bókunum Stasiland1 og Rússland Pútíns2. Nú er að
koma að leiðarlokum, þriggja ára samningur uppfylltur og tími
sem ég hefði ekki viljað missa af, að enda. En næsti áform-
aði áfangastaður minn á flakki um heiminn er Bandaríkin, land
tækifæranna. Hver veit nema ég fari að rækta þar tannþræði Kkt
og Frank Zappa söng svo hnyttilega um í lagi sínu Montana3.
1. Stasiland; Anna Funder
2. Putins Russland; Anna Politkovskaja
3. Lag af Over-Nite Sensation 17 hljóðversskífu Frank Zappa og The
Mothers of Invention
20 • FLE blaðið janúar 2013