FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 26
ist sem mest við sama tímabil. Innheimta opinberra gjalda er
miðuð við almanaksárið. Skattskil félaga eru í mörgum tilvikum
lögð til grundvallar staðtölugerð og áætlanagerð opinberra aðila.
Af þessum ástæðum er rétt að ekki sé vikið frá þeirri megin-
reglu að álagning skatta sé miðuð við almanaksárið nema til
þess standi skýr rök og verulegir hagsmunir skattaðilans.
Samkvæmt bréfinu telur Ríkisskattstjóri að nauðsynlegt sé að
samræmis sé gætt á landinu öllu og setti því umræddar reglur
til viðmiðunar. Sá sem hyggst taka upp eða breyta reikningsári
sínu þannig að það falli ekki að almanaksárinu skal því rökstyðja
óskir sínar þess efnis og sýna fram á þá hagsmuni sem hann
hefur af breyttu fyrirkomulagi. Skattstjóri skal síðan leggja mat
á óskir um breytt reikningsár og fallast á þær sé eitthvert eftir-
farandi atriða til staðar:
• Að félagið sé að mestu leyti starfandi í atvinnugrein þar
sem venjulegt rekstrarár er ekki almanaksárið og annað
tímabil sé eðlilegt og algengt að nota til uppgjörs á rekstri.
Sem dæmi má nefna fiskveiðar þar sem miðað sé við
fiskveiðiárið eða skólarekstur þar sem miðað er við fast
skólaár. Ekki nægir I þessu efni að til staðar séu venju-
legar árstíðasveiflur t.d. í verslun eða þjónustustarfsemi
svo sem ferðamennsku.
• Að óskað hafi verið samsköttunar fyrir félagið með móður-
félagi, sem þegar hefur fengið samþykkt annað reiknings-
ár en almanaksárið og að önnur skilyrði samsköttunar séu
uppfyllt.
• Að félagið sé í nánum fjárhags- og eignatengslum við
annan aðila, innlendan eða erlendan, sem hefur reiknings-
ár sem víkur frá almanaksárinu og verulegir hagsmunir
tengjast því að fjárhagslegt uppgjör aðilanna fari saman.
Starfsleg samvinna án fjárhagslegra tengsla eða eignar-
hald eitt og sér á ekki að ráða í þessum tilvikum.
Meðal þess sem Ölgerðin setti fram í sinni kröfugerð var að
það væru miklar sveiflur í rekstrinum, sérstaklega í kringum
áramót, en desember væri stærsti sölumánuðurinn og að sama
skapi væri því janúar mesti vöruskilamánuðurinn og þar sem
þessir tveir mánuðir lenda sitt hvorum megin við áramótin
leiddi til þess að meta þyrfti áhrif þeirra á sitt hvort reiknings-
árið. Taldi Ölgerðin að talsvert hagræði fengist af því að fá öll
skil vegna desembersölunnar inn á sama rekstrarár. Jafnframt
benti Ölgerðin á að samkeppnisaðilar þess fengju að gera
upp á öðru rekstrarári en almanaksárinu, en að mati dómara
var það ekki nægjanlega sannað. Ríkisskattstjóri benti hins
vegar á að Ölgerðin væri f hefðbundnum verksmiðju-, -heild-
sölu- og smásöluviðskiptum. Þannig væri ekki séð að neinir
sérstakir hagsmunir væru hjá félaginu varðandi breytt reikn-
ingsár umfram aðra aðila sem eru í viðskiptum og verslun hér
á landi. Reksturinn væri ekki frábrugðinn rekstri annarra fyrir-
tækja í svipaðri starfsemi sem lúti sambærilegum lögmálum.
Rök Ölgerðarinnar fyrir því að fá heimild til þess að hafa annað
reikningsár séu þess eðlis að þau geti nánast gilt almennt um
rekstur verslana, þjónustufyrirtækja og framleiðslufyrirtækja.
Alþekkt sé að mikið sé um skil á vörum að lokinni jólasölu og
verði ekki fallist á að það breyti neinu I þessu sambandi, enda
ekki byggt á því af hálfu Ölgerðarinnar að skil á vöru séu meiri
hjá henni en öðrum.
Dómurinn sýnir að það er erfiðleikum bundið fyrir íslensk
fyrirtæki að fá að breyta reikningsári úr almanaksárinu í annað
sem fellur betur að þeirra starfsemi. Ákvæði 59. gr. laga um
tekjuskatt eru enn virk í lögum um tekjuskatt nr. 90/2003. Þar
segir að tekjuskatt skuli miða við næsta almanaksár á undan,
nema annað sé venjulegt rekstrarár í atvinnugrein aðila, eða
hann sýnir, þegar hann telur fram, að hann hafi annað reikn-
ingsár. Getur Ríkisskattstjóri þá veitt honum heimild til að hafa
það reikningsár í stað almanaksársins. Því þurfa félög sem
vilja hafa annað reikningsár að sækja um það sérstaklega til
Ríkisskattstjóra. Þess má geta að Ölgerðin Egill Skallagrímsson
ehf. leggur nú fram reikningsskil sín miðað við 1. mars 2011 til
loka febrúar 2012.
Reikningsár fyrirtækja ættu að vera mismunandi
Rökstuðningur fyrir því að hafa annað reikningsár en almanaks-
árið liggur fyrst og fremst í hagræði fyrir fyrirtækin, að það veiti
betri upplýsingar og sé í takt við starfsemi þess. Tekjustreymi
getur verið árstíðabundið og því gefur það bestu upplýsingarnar
fyrir notendur reikningsskila þegar búið er að innheimta mestan
hluta þess, ganga frá vöruskilum og greiða birgjum þannig að
hægt sé að hefja áætlanagerð fyrir næsta stóra tímabil. Þess
vegna tel ég mikilvægt að reikningsár sé I samræmi við starf-
semi fyrirtækja og frekar sé hvatt til að fyrirtæki hafi reikningsár
við hæfi, heldur en hitt. Skilvirkni skattkerfisins og hagsmunir
þess af því að hafa sama skattárið hjá öllum skattaðilum eru
hins vegar ótvírætt til staðar. Það er hins vegar spurning, hvort
á okkar tímum tækninnar sé ekki orðið einfalt mál við álagn-
ingu skatta og framtalsgerð að taka tillit til þess að fyrirtæki
geti haft mismunandi reikningsár og hagsmunir skattkerfisins
af því að hafa sama reikningsár fari minnkandi. Með því að hafa
mismunandi reikningsár aukast jafnframt möguleikar skatt-
kerfisins á að stytta fresti við framtalsskil enda dreifist þá vinna
þeirra sem annast framtalsgerð meira yfir árið. Á árinu 2007 var
haldinn samráðsfundur RSK, FLE og Félags bókhaldsstofa þar
sem félög með annað reikningsár voru til umræðu og voru þá
skv. upplýsingum RSK alls 110 félög með annað reikningsár
en almanaksárið. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé kominn
tími til að taka þetta mál aftur á dagskrá með samráði þess-
ara aðila þannig að fyrirtækjum sé gert auðveldara að velja sér
reikningsár við sitt hæfi þannig að ársreikningar segi eina heila
sögu í stað tveggja hálfra.
Jón Rafn Ragnarsson
24 • FLE blaðið janúar 2013