FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 17
Innleiðing Descartes endurskoðunarhugbúnaðarins á íslandi
Sturla Jónsson er löggiltur endurskoðandi
hjá Grant Thornton Endurskoðun ehf.
Það var árið 2010 að þrir galvaskir endurskoðendur ásamt
framkvæmdastjóra FLE lögðu í víking erlendis að kynna sér
endurskoðunarkerfi. Þó áhugaverðari og skemmtilegri utan-
landsferðir kunna að hafa verið farnar var ferðin mikilvæg fyrir
margar sakir. Upp hafði komið sú hugmynd að leita eftir samn-
ingum um innleiðingu á aðgengilegu endurskoðunarkerfi fyrir
þá endurskoðendur hér á landi sem tilbúnir voru að fjárfesta
í slíku kerfi til að halda utan um skjölun endurskoðunarvinnu
sinnar.
Siðaskiptin
Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar (ISA) voru gerðir að skyldu við
endurskoðun á íslandi með nýjum lögum um endurskoðendur
sem tóku gildi í ársbyrjun 2009. í þeim lögum var jafnframt gert
að skyldu að endurskoðunarfyrirtæki taki upp gæðakerfi í sam-
ræmi við alþjóðlegan staðal um gæðaeftirlit. ISA staðlarnir gera
töluverðar kröfur til endurskoðenda og byggja í raun á annarri
aðferðafræði og nálgun við endurskoðun en áður hafði tíðkast.
Sú skoðun varð afgerandi að innleiðing alþjóðlegra endur-
skoðunarstaðla væri ógerningur ef einhverskonar endurskoð-
unarhugbúnaður væri ekki aðgengilegur endurskoðendum.
í því leynist eflaust sannleikskorn þó svo forðast skuli slikar
alhæfingar. l’ það minnsta gerir það verkefnið mun auðveldara
en annars væri og því hagsmunamál fyrir endurskoðendur að fá
aðgang að slíku kerfi.
Descartes
Eftir að nokkur kerfi höfðu verið tekin til skoðunar var
Descartes kerfið fyrir valinu enda leit það út fyrir að vera þægi-
legast í notkun og aðgengilegast. Descartes er norskur endur-
skoðunarhugbúnaður sem þróaður var af norska endurskoð-
unarsambandinu (DnR) í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið
Bouvet. Ástæða þess að DnR fóru í svo mikla fjárfestingu sem
þessa má rekja til svipaðra aðstæðna og við upplifum nú hjá
íslenskum endurskoðendum. ISA staðlarnir voru innleiddir í
Noregi í kringum aldamótin. Varð mönnum þar snemma Ijóst
að minni endurskoðunarfyrirtæki væru á flæðiskeri stödd ef þau
hefðu ekki í höndunum tól til að uppfylla skjölunarkröfur ISA
staðlanna. Neyðin kennir naktri konu að spinna og Descartes
verkefnið því sett af stað.
Hafa skal í huga að umhverfi endurskoðenda í Noregi er
nokkuð frábrugðið því sem þekkist hér á landi. Stéttin er í
raun tvískipt, annars vegar þeir sem sinna endurskoðun ein-
göngu og síðan þeir sem sinna uppgjörs- og bókhaldsþjónustu.
Sjaldgæft er að endurskoðendur sinni hvoru tveggja enda um
tværtegundir löggildinga að ræða. Einnig bjuggu Norðmenn við
fulla endurskoðunarskyldu á öllum félögum með takmarkaða
ábyrgð, óháð stærð eða eðli, þangað til nýlega að endurskoð-
unarskyldunni var lyft af minnstu félögunum. Þröskuldurinn
fyrir endurskoðunarskyldu er engu að síður mjög lágur í alþjóð-
legum samanburði.
Þessar aðstæður kölluðu á þægilegt og aðgengilegt endurskoð-
unartól sem væri sérstaklega hannað fyrir endurskoðun lítilla
og meðalstórra fyrirtækja, af litlum og meðalstórum endurskoð-
unarfyrirtækjum.
Útrásin
Reynsla Norðmanna af kerfinu hefur verið einstaklega góð. [
raun hefur skapast samfélag meðal notenda hugbúnaðarins
þar sem notendur geta leitað sér bæði faglegrar og tæknilegar
aðstoðar. Þannig geta norskir notendur sótt sér ýmis gögn og
sniðmát beint í gagnagrunn síns kerfis til notkunar við endur-
skoðun. Notendur deila reynslu sín á milli og skiptast á gögnum
og upplýsingum um notkun kerfisins.
Kerfið var síðan þýtt yfir á ensku og farið að huga að útrás.
(slenskir notendur kerfisins voru því með fyrstu notendum
ensku útgáfunnar. Nú hafa fleiri lönd bæst í hópinn auk
þess sem Alþjóðabankinn sýndi kerfinu töluverðan áhuga.
Kerfið hefur einnig verið notað nokkuð við kennslu í endurskoð-
un í norskum háskólum. Samhliða innleiðingu kerfisins hér á
landi var kerfið kynnt íslenskum háskólum og hafa bæði Háskóli
íslands og Háskólinn í Reykjavík boðið nemendum sínum upp á
að kaupa útgáfu af kerfinu sér gagns og gamans þó svo kerfið
hefur ekki verið notað beint við kennslu hér á landi.
Einyrkjabandalagið
Viðbrögð hér á landi voru góð. Notendur voru um 60 talsins í 27
endurskoðunarfyrirtækjum. Þar var Ríkisendurskoðun stærsti
einstaki notandi kerfisins. Hingað til lands komu fulltrúar frá
DnR og Bouvet og þjálfuðu þrjá einstaklinga sérstaklega í þeim
tilgangi að halda grunnnámskeið fyrir notendur hér á landi og til
að miðla þekkingu sinni og reynslu.
Á svipuðum tíma tók sig saman nokkuð stór hópur endur-
skoðenda, sem allir höfðu rekið endurskoðunarstofur einir eða
í samstarfi við fáa aðra og stofnuðu með sér félag, íslenskir
endurskoðendur ehf. Félagið hefur verið leiðandi í kennslu,
aðstoð við aðra endurskoðendur og ráðgjöf við notkun kerfis-
ins. Einnig hafa íslenskir endurskoðendur haldið úti sérstökum
FLE blaðið janúar 2013 • 15