FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 36

FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 36
Samsköttun nær einungis til tekjuskatts, önnur gjöld ber að leggja á hvert einstakt félag. Hér á eftir verður aðeins fjallað um framkvæmd samsköttunar og tengd atriði þ.e. lið 7 hér að framan. Varðandi liði 1 til 6 þá tel ég að það sé engin ágreiningur eða óvissa um þau atriði sem þar koma fram. Framkvæmd samsköttunar Við lestur lagagreinarinnar virðist ákvæðið vera mjög einfalt, en þegar betur er að gáð þá vakna ýmsar spurningar s.s: - Með hvaða hætti á að gera upp hagnað og tap viðkomandi tekjuárs áður en kemur að nýtingu yfirfæranlegs taps frá fyrri árum. - I hvaða röð og hvernig ber að nýta yfirfæranleg töp frá fyrri árum, þ.e. annars vegar töp sem hafa myndast á samsköttunartím- anum og hins vegar töp sem mynduðust fyrir samsköttun. Til að svara þessum spurningum og öðrum spurningum sem kunna að vakna við túlkun lagagreinarinnar þarf að skoða greinagerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 154/1998, en greinargerðin er á ÞSKJ. 318 - 278. mál. Hér á eftir mun ég leitast við að svara þessum spurningum m.v. túlkun mina á lögunum og greinargerðinni sem fylgdi þeim. Til að færa rök fyrir niðurstöðum mfnum mun ég nýta mér dæmi um samsköttun sem fylgdi fyrrnefndri greinargerð. í greinargerðinni kemur eftirfarandi fram varðandi uppgjör viðkomandi tekjuárs: „ Tap eins eða fleiri félaga deilist hlutfallslega á félög með hagnað áður en uppsafnað tap fyrri ára, í samsköttun, er reiknað á móti hagnaði. I samsköttun skal tap í einu eða fleiri félögum deilast hlutfallsega miðað við hagnað á þau félög sem eru með hagnað við- komandi ár. Nýtist tapið ekki til fulls yfirfærist það á næstu ár." Einnig kemur fram í greinargerðinni að ef samsköttun er lokið t.d. ef félögin óska ekki lengur eftir samsköttun, eða á annan hátt, „getur yfirfæranlegt tap sem myndaðist í samsköttun í hverju félagi fyrir sig nýst hjá því félagi sem myndaði tapið þegar það verður skattlagt í sérsköttun." Þetta þýðir í raun: 1. Ef samanlagður hagnaður á viðkomandi tekjuári er hærri en samanlagt tap félaga sem eru með tap á sama ári, þá er tapsnýting (eftirfarandi þrepum: Þrep 1 - Deila tapi hlutfallsega á móti hagnaði félaga á árinu. (Jöfnun innan ársins). Þrep 2 - Nýta tap sem myndaðist í samsköttun á móti hagnaði sem stendur eftir jöfnun innan ársins. Þrep 3 - Nýta tap sem til er í viðkomandi félagi frá því fyrir samsköttun. 2. Ef samanlagt tap á viðkomandi tekjuári er hærra en samanlagður hagnaður þeirra félaga sem eru með hagnað á sama ári, þá er tapsnýting í eftirfarandi þrepum: Þrep 1 - Deila hagnaði hlutfallsega á móti tapi félaga á árinu. (Jöfnun innan ársins). Þrep 2 - Tap sem eftir stendur hjá hverju félagi tilheyrir því félagi, en er nýtanlegt í samsköttun á meðan hún er í gildi, en þó ekki lengur en næstu tíu ár. Sé samsköttun slitið tilheyrir tapið viðkomandi félagi og nýtist hjá því í sérsköttun. Með áðurnefndri greinargerð fylgdi dæmi um samsköttun félaganna A, B, C og D þar sem samsköttun áranna 1999, 2000 og 2001 er sýnd m.v. ákveðnar forsendur. Það sem má lesa út úr því er eftirfarandi: 1. Á árinu 1999 voru A og B með skattalegt tap sam- tals 150 þús. kr., en C og D með skattskyldan hagnað samtals 30 þús. kr. Hagnaði C og D 30 þús. kr. er deilt hlutfallslega á A (67%) og B (33%) miðað við tap ársins hjá þeim félögum og eftir stendur yfirfæranlegt tap í hvoru félagi fyrir sig m.v. það, A 80 þús. kr. og B 40 þús. kr. Að auki er gefið að A á tap að fjárhæð 15 þús. kr. frá því fyrir samsköttun. Arið 1999 Hagnaður (tap) ársins Skipting hagnaðar (taps) Yfirfæranlegt tap í sam- sköttun til næsta árs Yfirfæranlegt tap frá þvífyrir samsköttun Samtals yfirfæranlegt tap A (100,000) 66.7% 20,000 (80,000 ) (15,000 ) (95,000 ) B (50,000 ) 33.3% 10,000 (40,000 ) (40,000 ) C 25,000 (25,000) 0 D 5,000 (5,000 ) 0 (120,000 | 100.0% 0 (120.000 ) (15,000) (135,000) 34 • FLE blaðið janúar 2013

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.