FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 34

FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 34
Sveitakeppni við tannlækna Nokkur hefð hefur verið fyrir sveitakeppni milli endurskoðenda og tannlækna. Keppnin fór hins vegar ekki fram á síðasta ári, en tannlæknar skoruðu nú á okkur endurskoðendur sem tókum áskoruninni. Keppnin fór fram á Húsatóftavelli við Grindavík þriðjudaginn 28. ágúst. Fyrr um sumarið var völlurinn stækk- aður í 18 holur og þótti stækkunin hafa tekist vel. Keppnin fór þannig fram að tveir endurskoðendur léku gegn tveimur tann- læknum í hverju holli og fyrirkomulagið var holukeppni, betri bolti þar sem tekið er tillit til forgjafar hvers og eins. Þátttaka var heldur undir væntingum, en lið níu endurskoðenda keppti við lið tíu tannlækna. Endurskoðendur sigruðu 3-2. Keppnin var hin skemmtilegasta (hjá þeim sem tóku þátt), en talsvert rok setti mark sitt á golfið. Þeir sem skipuðu sigurlið endurskoðenda voru eftirtaldir: • Ragnar J. Bogason og Stefán Svavarsson • Ragnar Guðgeirsson og Auðunn Guðjónsson • Ólafur G. Sigurðsson og Guðlaugur R. Jóhannsson • Gunnar Hjaltalín og ívar Guðmundsson • Jón Þ. Hilmarsson, sem keppti við tvo tannlækna (og sigraði þá) Að leik loknum skoruðu endurskoðendur á tannlækna í sveita- keppni á næsta ári. Meistaramót FLE Hápunktur starfseminnar ár hvert er Meistaramót FLE. Mótið fór fram í þritugasta og fyrsta skipti þann 6. september 2012 á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mættir til leiks voru 17 endurskoðendur, fjórar konur og þrettán karlar. Keppt var til verðlauna í fjórum flokkum og fengu að þessu sinni þrír efstu í hverjum flokki m.a. verðlaunapening, auk þess sem dregið var úr skorkortum. Helstu styrktaraðilar mótsins voru dk hugbún- aður ehf. sem bauð okkur völlinn og Bakkus ehf. sem gaf verð- laun í fljótandi formi. Úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur kvenna með forgjöf: 1. Anna Skúladóttir 72 högg nettó 2. Helga Harðardóttir 82 högg nettó 3. Hildur Árnadóttir 91 högg nettó Höggleikur karla (yngri flokkur) með forgjöf: 1. Jóhann Unnsteinsson 72 högg nettó 2. Auðunn Guðjónsson 75 högg nettó 3. Birgir G. Haraldsson 75 högg nettó Höggleikur karla (eldri flokkur) með forgjöf: 1. Jónatan Ólafsson 76 högg nettó 2. fvar Guðmundsson 77 högg nettó 3. Guðmundur Frfmannsson 77 högg nettó Höggleikur án forgjafar (opinn flokkur): 1. Jónatan Ólafsson 84 högg 2. Jóhann Unnsteinsson 87 högg 3. Guðmundur Frímannsson 89 högg Sá keppandi sem telst vera með lægsta skor með forgjöf fær farandbikar sem Golfmeistari FLE. Eins og glöggir sjá voru þau Anna og Jóhann með sama nettóskor. Til að skera úr um hvort skuli hljóta titilinn var litið til skors á seinni helmingi vallarins. Sömu aðferð var beitt við röðun í einstökum flokkum þar sem tveir eða fleiri voru jafnir. Jóhann Unnsteinsson var með lægra skor á seinni hluta vallarins og telst því Golfmeistari FLE árið 2012. Þeim er þakkað sem þátt tóku í mótum sumarsins. Er það von umsjónarmanna að þátttaka í mótum næsta golfsumars verði enn meiri, en það er þekkt að íþróttin hefur talsverða útbreiðslu innan stéttarinnar. Fyrir hönd umsjónarmanna (einvalda) Auðunn Guðjónsson Endurskoðandi átti í erfiðleikum með svefn og fer til læknis vegna vandamálsins. Læknirinn spyr hvort hann hafi reynt að telja kindur. Endurskoðandinn svarar þá: „Það er nefnilega vandamálið. Þegar ég byrja að telja þá ruglast ég og eyði svo þremur klukkutímum í að finna villuna". Maður labbar inn á spítala þar sem hann sér tvo lækna á hnjáum leitandi í blómabeði. Hann gengur að þeim og spyr þá hvað þeir séu að gera. Annar þeirra lítur upp og segir: „Við erum að fara í hjartaígræðslu á endurskoðanda og erum að leita að hentugum steini fyrir hjarta". 32 • FLE blaðið janúar 2013

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.