FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 39

FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 39
Einnig er rétt að benda á lokamálsgrein greinargerðarinnar sem fylgdi frumvarpinu, en þar segir að eftir lok samsköttunar, „getur yfir- færanlegt tap, sem myndaðist í samsköttun, í hverju félagi fyrir sig nýst hjá því félagi sem myndaði tapið þegar það verður skattlagt ísérsköttun." Félögum í samsköttun ber því að halda utanum yfirfæranleg töp á framtali hvers félags fyrir sig, það á því ekki að flytja töp sem nýtanleg eru í samsköttun yfir á framtal móðurfélagsins á hverju ári. Aðeins ber að millifæra á milli framtala skattstofna sam- skattaðra félaga og þau skattalegu töp sem nýtast á móti þeim skattstofnum á viðkomandi ári, hvort heldur sem um er að ræða töp sem mynduðust á yfirstandandi ári eða á fyrri árum. Skattframtal hvers félags á því að sýna skattalega stöðu þess í árslok hvers árs. Lokaorð Hér að framan hef ég rakið mína túlkun á framangreindum lögum, en fjórtán árum eftir gildistöku þeirra hefur ráðherra ekki sett reglugerð um meðferð tapa og hagnaðar á milli félaga í samsköttun eins og gert var ráð fyrir í greinargerð með frumvarpi til laganna og heimilað er í lagagreininni sjálfri. Nú fjórtán árum síðar virðist þó enn brýn þörf á nánari reglum. Það er ekki síður mikil þörf á að framtalsform félaga verði útbúið þannig að gert sé ráð fyrir samsköttun félaga. Ég veit dæmi þess að í úrskurði ríkisskattstjóra í tilteknu máli um samsköttun var ekki framkvæmd jöfnun innan ársins áður en eldri töp voru nýtt, en það er þó eitt að því fáa um nýtingu tapa sem er alveg skýrt í lagatextanum. Reglurnar virðist því ekki síður standa í ríkisskattstjóra en öðrum. Það er alveg Ijóst að framkvæmd samsköttunar hjá félögum er með mjög mismunandi hætti og túlkun aðila á lögunum er ekki samræmd. Það er ekki lengur þannig að mjög fá félög séu samsköttuð, þeim hefurfarið ört fjölgandi á undanförnum árum og verður þvi að telja fullt tilefni til að þessum málum verði komið í fastar skorður. Liður í því gæti verið að framtal lögaðila verði hannað með tilliti til samsköttunar og þá myndi a.m.k. koma fram túlkun ríkisskattstjóra á lögunum. Einnig væri eðlilegt að ráðherra nýtti heimild sína til þess að setja reglugerð um nýtingu tapa í samsköttun. Steingrímur Sigfússon Hvað þarf marga endurskoðendur til að skipta um Ijósaperu? Hvaða tölu hefur þú í huga? Hvað þarf marga endurskoðendur til að skipta um Ijósaperu? 1 til að skipta um peruna og 99 til að skrifa skýrslu um peruskiptin Hvað þarf marga endurskoðendur til að skipta um Ijósaperu? Hvað þurfti marga árið áður? Hvað nota endurskoðendur sem getnaðarvörn? Persónuleika sinn Hver er skilgreiningin á endurskoðanda? Aðili sem leysir vandamál hjá þér sem þú vissir ekki að þú ættir við að etja á þann veg sem þú skilur ekki. Þú ert endurskoðandi ef: Þú reiknar út meðalfjölda bauna og gulróta á disknum þínum við kvöldverðarborðið. Til eru þrjár týpur endurskoðenda, þeir sem kunna að telja og þeir sem kunna það ekki. FLE blaðið janúar 2013 • 37

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.