FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 42
virðisaukaskatti var horft til þess að auka þjónustu skattyfirvalda
og miðla upplýsingum um skattkerfisbreytingarnar á nýjan og
áberandi hátt.
Það einkenndi bæði staðgreiðsluna og virðisaukaskattinn að
mikill tími fór f að móta nýja skattframkvæmd. Þannig voru
gefin út mörg hundruð bréf þar sem tekið var á ýmsum álita-
málum um hvort tiltekin starfsemi bæri virðisaukaskatt eða ekki.
Hið sama átti við í staðgreiðslu, greina þurfti úr miklum fjölda
álitamála hvort þetta eða hitt væri staðgreiðsluskylt eða undan-
þegið staðgreiðslu. Fjölmargar reglugerðir voru gefnar út með
stoðum í lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu. Reyndi þetta
mikið á framkvæmdina. Sérstöku eftirlitsátaki var hrint af stað
við upptöku á staðgreiðslu og nálega 5.000 aðilar heimsóttir á
einu ári til að leiðbeina um tekjuskráningu og bókhaldsfærslur.
Kynningarstarfsemi var mikil og bæði við upptöku á staðgreiðslu
og virðisaukaskatti fóru starfsmenn ríkisskattstjóra á mikinn
fjölda kynningarfunda. Samanlagt voru slíkir fundir vel á annað
hundrað. Allt þetta gekk samkvæmt áætlun og hin nýju tekju-
öflunarkerfi stóðust. Sérstaklega varð staðgreiðslan skilvirk
og skilaði mun meiri tekjum en gert hafði verið ráð fyrir. Kom
þetta t.a.m. sveitarfélögum vel sem mörg hver höfðu staðið í
basli með innheimtu á útsvari, en eftir upptöku á staðgreiðslunni
runnu útsvarsgreiðslur inn í sveitarsjóði án nokkurra vandkvæða
og í mun meiri mæli en áður hafði verið. Þar skipti mestu að
skattheimtan átti sér stað um leið og teknanna var aflað en ekki
ári eftir eins og var í eldra fyrirkomulagi. Vanskil voru lítil og inn-
heimtuhlutfall nálægt 97-99% eða mun betra en áður hafði verið.
Mikill skilningur var einnig meðal endurskoðenda og annarra
sem önnuðust þjónustu við atvinnureksturinn á því að láta þetta
ganga upp. Ríkisskattstjóri hefur ætíð staðið í þakkarskuld við
endurskoðendur vegna jákvæðni þeirra við að innleiða hin nýju
skattkerfi. Ugglaust hefur þeim ekki verið þakkað sem skyldi á
sínum tíma og er því bætt úr því hér með þessu greinarkorni. Án
atbeinanda endurskoðenda hefði þetta ekki gengið eftir.
IV. Nýtt auðkenni og tæknibreytingar
Nýtt auðkenni ríkisskattstjóra var tekið upp á árinu 1987. Þar voru
stafirnir RSK í ákveðinni stafagerð ásamt nafni embættisins gert
að ákveðnu auðkenni. Þetta auðkenni var einnig sett inn á öll
eyðublöð til merkingar ásamt númeri. Auðkenningin festist fljótt
í sessi og nú er jöfnum höndum talað um RSK og lögformlegt
heiti stofnunarinnar þegar vísað er til embættisins. Sama ár hófst
útgáfa á Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, en þvf var ætlað að
koma á framfæri við almenning og hagsmunaðila upplýsingum
um skattamál. Útgáfa blaðsins hefur því staðið yfir í 25 ár og er
ekkert lát á henni. Raunar hefur blaðinu að mestu verið breytt í
vefrit en ætíð eru þó prentuð nokkur hundruð eintök sem m.a.
er dreift til allra endurskoðenda. Útgáfan hefur vaxið mikið hin
allra síðustu ár og nú er blaðið helmingi stærra í blaðsíðum talið
en var lengst af. Sömuleiðis hefur efnistökum verið gjörbreytt
og áhersla lögð á að flytja almenningi upplýsingar úr svokölluðu
landsframtali, þ.e, þegar allar fjárhæðir í öllum reitum hafa verið
lagðir saman. Er einkarfróðlegt að sjá samanburð á milli ára, ekki
síst eftir þá efnahagskollsteypu sem íslenska þjóðin hefur gengið
í gegnum síðustu ár.
40 • FLE blaðiöjanúar2013 ----------------------------------
Á þessum árum, 1987-1990, fjölgaði starfsmönnum ríkisskatt-
stjóra um meira en 30 enda voru kerfisbreytingar þær sem þá var
gengið í gegnum bæði flóknar og krefjandi. Á þessum árum dró
úr mikilvægi starfa skattstjóra en verkefni ríkisskattstjóra jukust.
Smám saman varð ríkisskattstjóri að mun virkara afli f skattfram-
kvæmdinni með því að hafa yfirstjórn á staðgreiðslunni og virðis-
aukaskattsframkvæmdinni. Hlutverk skattstjóranna varð meira
að sinna ákveðinni staðbundinni þjónustu og yfirfara framtöl að
staðgreiðslu lokinni. Þegar líða tók að aldamótum fækkaði starfs-
mönnum á stærstu skattstofunni og hafði það einnig í för með
sór að hlutverk ríkisskattstjóra varð meira en áður var.
Það má segja að loknum innleiðingum á hinum nýju skatt-
heimtukerfum á þessum árum hafi tekið við tímabil þokkalegs
stöðugleika í skattframkvæmd, eða svo er a.m.k. í minningunni.
Breytingar á skattalögum þóttu reyndar talsverðar á þeim tíma
en voru ekkert miðað það sem síðar átti eftir að koma eftir að
hrun efnahagslífsins varð. Á þessum árum komst þannig á visst
jafnvægi og skattskil voru talin fara batnandi, einkum í virðisauka-
skatti, og dulin atvinnustarfsemi virtist minnka.
Tæknivæðing ríkisskattstjóra hófst á áttunda áratugnum með því
að sérstakar skráningarvélar voru settar á stærstu skattstofurnar.
Níundi áratugurinn varð mikilvægur í þessu samhengi þar sem
beinlfnutengingar við tekjubókhald ríkisins voru teknar upp en
útstöðvar og önnur jaðartæki voru aðeins hjá fáum starfsmönn-
um. Þegar lögin um staðgreiðslu opinberra gjalda höfðu verið
samþykkt var gerð bragarbót á tækniumhverfi skattyfirvalda.
Ný tölvukerfi voru hönnuð og önnur helstu skattheimtukerfi
ríkisskattstjóra gerð aðgengileg í sívinnslu. Allir starfsmenn skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra og annarra skattyfirvalda urðu beinllnu-
tengdir sem var mikil breyting á sínum tíma. Fljótlega eftir það
tók við víðnet skattyfirvalda og voru þannig allar stofnanir skatt-
yfirvalda tengdar saman á einu netkerfi frá árinu 1992. Ýmsar
aðrar mikilvægar tæknibreytingar voru gerðar á þessum árum,
m.a. var staðlaður rekstrarreikningur í framtalsformi tekinn upp
eftir nokkurra ára undirbúningstíma. Komst staðlaði reikningurinn
í framkvæmd á síðasta starfsári Garðars Valdimarssonar sem
ríkisskattstjóra. Og daginn sem Garðar lét af embætti var vef-
síða ríkisskattstjóra sett í loftið. Sá atburður markaði upphafið að
mikilli rafvæðingu framtalsskila sem átti sér stað á næstu árum.
V. Rafræn skil framtala
Indriði H. Þorláksson tók við embætti ríkisskattstjóra 1. janúar
1999 þegar Garðar Valdimarsson lét af störfum að eigin ósk.
Embættistími Indriða einkenndist af þeim breytingum sem áttu
sér stað í samskiptamáta fólks. Vefskilin og rafræn skattfram-
kvæmd hófust sama ár og hafa staðið sleitulaust síðan. Með raf-
rænum framtalsskilum voru mörkuð ný þjónustuviðmið þar sem
framteljandinn annaðist rafræn skil á framtalsgögnum. f upphafi
var áritun upplýsinga inn á framtalsformið frekar fátækleg en
smám saman jókst fyrirfram áritun upplýsinga sem gerði fram-
talsgerðina mun auðveldari en áður hafði verið. Fyrstu rafrænu
skattskil einstaklinga voru á framtalsárinu 1999 og á því fyrsta ári
skiluðu innan við 20 þúsund framteljendur rafrænu framtali.