FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 43

FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 43
Þaö breyttist þó fljótt á næstu þremur árum og mikill meirihluti framteljanda tileinkaði sér þetta form framtalsskila. Varð ríkis- skattstjóraembættið í fararbroddi við innleiðingu á rafrænni stjór- nsýslu. Ríkisskattstjóri lét á árinu 1999 útbúa sérstakan veflykil sem embættið hefur rekið síðan, og stendur öllum framteljend- um til boða að nota lykilinn við rafræn skattskil, ásamt því að nota rafræn skilríki eftir að þau urðu öllum aðgengileg. Aritun upplýsinga inn á framtöl jókst smám saman en mikið vantaði upp á að framtal væri fulláritað þar sem upplýsingar um innstæður í fjármálastofnunum voru ekki sendar skattyfirvöldum og takmarkaðar upplýsingar um lán voru sendar. Allt að einu skiptu þessi rafrænu framtalsskil miklu, þar sem þar með tókst að einfalda umstang með pappír og skráningardeildirnar á skatt- stofunum liðu smám saman undir lok. Þá voru framleidd ný tölvukerfi til þess að fara yfir framtöl í vélum og þannig tókst að samræma yfirferð framtala með upptöku á svokölluðu „reglu- prófunarkerfi" sem annaðist innri samanburð á upplýsingum og kom með ábendingar til framteljanda og skattstjóra þegar framtal var athugunarvert. Á árinu 2009 var hafist handa við að útbúa svokallað einfalt framtal, en það var framtal sem ríkisskattstjóri taldi á grundvelli upplýsinga sem fyrir lágu að líta mætti á sem fullbúið framtal og framteljandi þyrfti ekki að gera annað en að yfirfara og stað- festa ef rétt væri. Forsenda þess að unnt væri að hefjast handa við framtalsgerð af þessu tagi var að fullnægjandi upplýsingar um inneignir fengust á grundvelli laga frá árinu 2008 og ári síðar var einnig gert skylt að afhenda allar aðrar fjárhagsupplýsingar, þ.m.t. upplýsingar um skuldir framteljanda. Þá hafði verið hert mjög á launamiðaskilum og allar upplýsingar sem bárust frá launagreiðendum voru í mun meira mæli rafræn sem miklu skipti við áritun upplýsinga inn á framtöl, auk þess sem áreiðanleiki slíkra upplýsinga var margfalt meiri. Átti ríkisskattstjóri viðræður við endurskoðendur og bókara um að vandað yrði til slíkra skila og hafa þær viðræður án efa átt ríkan þátt í að ástand þessara mála batnaði til mikilla muna. Á árinu 2012 voru framtöl sem gerð voru með rafrænum hætti orðin 97,3% af skilum. Óhætt er að fullyrða að rafræn stjórnsýsla hér á landi hefur hvergi náð við- líka yfirburðastöðu. Þá er nú unnið að því að öll samskipti á milli framteljanda og ríkisskattstjóra geti birst með rafrænum hætti á samskiptasíðu framteljanda og hafa þegar verið stigin nokkur skref í þessa átt. VI. Sameining skattyfirvalda Fljótlega eftir að hin nýja skipan skattyfirvalda tók gildi 1. októ- ber 1962 var farið að ræða um hvort ástæða væri til að einfalda stjórnsýsluna enn frekar með fækkun skattstjóra. í staðgreiðslu- frumvörpum þeim sem samin voru, og umræðum sem fram fóru, komu fram hugmyndir um að fella störf skattstjóra undir ríkisskattstjóra. Var þetta m.a. rætt á fundum þeirra nefnda sem skipaðar voru á sjöunda áratugnum og kemur fram í fyrsta staðgreiðslufrumvarpinu sem kom fram á áttunda áratugnum. Þetta fékk þó ekki mikinn hljómgrunn fyrr en nefnd sem kannaði umfang skattsvika á árunum 1984-1986 skilaði tillögum sínum. Var þar lagt til að skattstofurnar yrðu lagðar niður og störf þeirra færð undir nýja stofnun ríkisskattstjóra sem færi með skattfram- kvæmd á landinu öllu. Enginn pólitískur vilji var þó til að ganga þessa leið. Það var ekki fyrr en á árinu 2009 að þetta var lagt til af starfshópi sem fjármálaráðherra skipaði það sumar. Guðmundur Árnason, þá nýskipaður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, stýrði þeim starfshópi og tillögur hans gerðu ráð fyrir að embætti sjálfstæðra skattstjóra yrðu lögð niður og færð undir ríkisskatt- stjóra. Gekk þetta síðan eftir og var breytingin samþykkt á Alþingi 18. desember 2009 með lögum nr. 136/2009. Samkvæmt þeim var ríkisskattstjóra falið að taka við störfum skattstjóra og annast þau auk annarra starfa sem ríkisskattstjóri hafði með höndum. Kom það í hlut greinarhöfundar að innleiða sameiningarferli þeirra tíu stofnana sem þarna komu við sögu. Er það án vafa mesta breytingaskeið embættisins frá upphafi sem þá gekk í garð. Greinarhöfundur ritaði á þessum vettvangi sérstaka grein fyrir ári síðan og vísast um þetta verkefni til þeirra skrifa. VII. Einstaklingar sem gegnt hafa stöðu ríkisskattstjóra Áður hefur verið rakið að Sigurbjörn Þorbjörnsson var ríkisskatt- stjóri frá 1962-1986. Við stöðu hans tók Garðar Valdimarsson og gegndi embættinu frá árinu 1986-1998. Indriði Fl. Þorláksson tók við embættinu 1999 og lét af störfum ríkisskattstjóra á árinu 2006, og var þá Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri settur ríkisskattstjóri í þrjá mánuði. Greinarhöfundur tók við embættinu 1. janúar 2007. Áður hafði Snorri Olsen, nú tollstjóri, verið settur ríkisskattstjóri um tveggja ára skeið 1995-1997 meðan Garðar Valdimarsson gegndi formennsku í nefnd um tvísköttunarmál. Fyrr á árum hafði Ævar ísberg vararíkisskattstjóri á árunum 1967- 1990 nokkrum sinnum verið settur ríkisskattstjóri um lengri eða skemmri tíma. Sömuleiðis hafði Kristján Össur Jónasson skrif- stofustjóri embættisins verið settur ríkisskattstjóri um skeið á árinu 1982. Skúli Eggert Þórðarson FLE blaðið janúar 2013 • 41

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.