FLE blaðið - 01.01.2013, Blaðsíða 4
Af stjórnarborði
Sigurður Páll Hauksson er formaður FLE
Strax í upphafi starfsársins 2011/12 ákvaö nýkjörin stjórn að
leggja áherslu á nokkur atriöi auk hefðbundinna verkefna.
Helstu áhersluatriði á liðnu starfsári, voru:
• Aukin áhersla á samskipti, formleg og óformleg, við opin-
bera aðila sem vinna að eða tengjast málefnum endur-
skoðenda.
• Aukið samstarf við háskólana m.a. á sviði menntunar
endurskoðenda.
• Breyting á fyrirkomulagi gæðaeftirlits.
• Kynning á starfi FLE og málefnum endurskoðenda út á
við.
• Sinna málefnum nema sem á síðasta aðalfundi fengu
sérstaka aðild að FLE.
• Bæta rekstur félagsins sjálfs og styrkja fjárhagsstöðu
þess.
Að mínu viti hefur okkur orðið nokkuð ágengt þó svo að flest
þessara verkefna séu þess eðlis að þeim Ijúki aldrei.
Engin breyting varð á stjórn félagsins á aðalfundi félagsins 2.
nóvember s.l., en í framhaldi af honum hélt stjórnin ásamt for-
mönnum nefnda félagsins skipulags og verkefnafund. Á þeim
fundi var ýmsum hugmyndum velt upp um möguleg verkefni
og áherslur félagsins til framtíðar. Stjórn félagsins mun halda
áfram að leggja áherslu á þau atriði sem lagt var upp með á
fyrra starfsári, en jafnframt vinna úr og taka mið af þeim frjóu
og gagnlegu hugmyndum sem komu fram á skipulags og verk-
efnafundinum.
Reglubundin samskipti við opinbera aðila eins og ráðuneyti,
RSK, FME, Ríkisendurskoðun og háskólana eru mikilvægur
liður í starfi FLE. Þessi tengsl má þróa enn frekar, m.a. eins
og farið var yfir á síðasta morgunverðarfundi í október þar sem
kynnt var hugmynd að samskiptareglum endurskoðenda og
FME. Samskipti sem þessi hafa og munu verða félagsskap
okkar til hagsbóta.
Aukin áhugi á atburðum félagsins í fjölmiðlum sýnir að FLE og
endurskoðendur taka virkan þátt f þeim málefnum sem brenna
heitast á stéttinni hverju sinni. Tengsl okkar við Norræna endur-
skoðendasambandið (NRF) og Evrópusamtök endurskoðenda
(FEE) hafa komið að góðum notum í þessu samhengi.
Eins og lög kveða á um þá ber Endurskoðendaráð ábyrgð á
skipulagi gæðaeftirlitsins, en FLE kemur einungis að fram-
kvæmdinni eftir forskrift Endurskoðendaráðs. Eðli málsins
samkvæmt er óraunhæft að ætla að slíkt eftirlit virki svo allir
séu sáttir frá fyrsta degi.
Frá stjórnarfundi FLE: Auður Ósk Þórisdóttir, Arna G. Tryggvadóttir, Sigurður Páll Hauksson, Sturla Jónsson, Friðbjörn Björnsson og
Sigurður B. Arnþórsson
2 • FLE blaðið janúar 2013