Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 17
9
Ég vil hinsvegar vekja athygli á því aö framkvæmdir í
landbúnaði hafa aldrei verið meiri en á síöustu árum_og jafn-
framt aÖ þaö virðist draga úr framkvæmdum þegar harínar í ári
eins og geröi á seinni hluta 7 áratugarins. Þetta gefurvís-
bendingu um aö tekjulega standi bændur betur en oft áöur, þó
svo aö vanti á að þeir nái þeim tekjum sem lögum samkvæmt er
ætlað.
Hin ytri skilyröi landbúnaðarins hafa þróast landbúnað-
inum óhagstætt s.l. ár. Sé litið til baka til ársins 1972/73
var verö útfluttra landbúnaöarvara meö hagstæðasta móti. Þá
fengust um 74% af kostnaðarveröi hvers dilks við útflutning.
Þetta hlutfall er í dag komið nær 40%. Mjólkurafurðir hafa
lengst af skilað 1/4-1/3 af framleiðslukostnaði viö útflutn-
ing, en skila nú 1/5-1/4 þegar undan er skilinn óðalsostur sem
fengist hefur nær 1/2 framleiðslukostnaðar fyrir.
Það hefur'veriö nefnt sem orsök þessarar þróunar aö
við búum við meiri verðbólgu en þær þjóðir sem við skiptum
við. Þetta er rétt svo langt sem þaö nær. Hinsvegar má því
ekki gleyma aö gengissig og gengisfellingar hafa hér tíðkast
og þeirra tilgangur er aö koma þessu á réttan grundvöll á ný,
svo laun og framleiöslukostnaður hér á landi haldist í jafn-
vægi viö sömu þætti erlendis. Megin orsök versnandi viðskipta-
kjara landbúnaðarins er frekar en veröbólgan her heima, ýmsir
þættir í veröpólitík viöskiptalanda okkar svo sem Efnahags-
bandalagsins og niöurgreiðslur á kjöti í Noregi og SvíþjóÖ.
Þaö er einnig rétt aö benda á aö niðurgreiðslur á ull sem
teknar voru upp fyrir rúmlega tveimur árum, hafa á sinn hátt
létt á greiðslu á útflutningsbótum á dilkakjöti vegna þess aö
ullin. ber nú meiri hluta framleiðslukostnaöarins en áöur var.
Fjöldi bænda.
Tölur um fjölda bænda í landinu er erfitt að fá sam-
bærilegar vegna erfiðleika á því að greina á milli hvenær skal
telja viökomandi bónda, sem hefur fjölþætta atvinnu. Þaö er
algengt að viökomandi aöili búi á lögbýli en hafi meginhluta
tekna sinna af annarri atvinnu en landbúnaöi.
Eg ætla hér að slá upp tölum frá tveimur árum um flokk-