Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 45
37
Eins og ég ætla að víkja að næst er óhjákvæmilegt að við
stefnumótun í landbúnaði, bæði almennt séð og vegna einstakra
búgreina eða búskapar í einstaka landshlutum, sé um að ræða
náið samspil rannsóknamanna og þeirra sem stjórna stefnumálum land-
búnaðarins, bæði kjörnum stjórnmálamönnum, fulltrúum bænda og
þeirra aðila sem vinna úr og versla með landbúnaðarafurðir.
Nú skulum við líta á áhrif landbúnaðarrannsókna á stefnu-
mörkun í landbúnaði.
Eins og ég sagði áðan hafa hinar byltingakenndu framfarir
í framleiðsluháttum landbúnaðarins stafað af árangri rannsókna-
og þróunarstarfa. Stefna landbúnaðarins í flestum löndum heims
hefur orðið að taka mið af þessari þróun og má segja að rann-
sóknastarfsemin hafi átt miklu meiri þátt í að móta landbúnaðar-
stefnur heldur en að landbúnaðarstefnur móti rannsóknastarf-
semina.
A þessu er vaxandi skilningur víða um heim og vildi ég
nefna að t.d. að bæði í Indlandi og Pakistan hafa yfirmenn land-
búnaðarrannsókna ráðherrastöðu og er það vegna þess að þar er
talið óhugsandi að stjórna landbúnaðarmálum án beinna tengsla
við landbúnaðarrannsóknir.
Til samanburðar er hér á landi starfandi nefnd á vegum
landbúnaðarráðuneytisins til að finna lausn á vandamálum land-
búnaðar í einstökum erfiðum sveitum.
Eins og kvartað var yfir á síðasta ráðunautafundi er enginn
fulltrúi rannsóknamanna x þeirri nefnd. ímsar aðrar nefndir
hafa verið skipaðar til að gera tillögur um stefnumótun á ýmsum
sviðum landbúnaðarins bæði heyskaparmálum, framleiðslu á íslensku
kjarnfóðri o.fl. Það er raunalegt að í nær engri þeirra er fulltrúi
úr hópi rannsóknamanna landbúnaðarins.
Eg sagði í upphafi máls míns að það sé ógjörningur að marka
landbúnaðarstefnu sem ekki byggðist á rannsóknaniðurstöðum og þar
kem ég að skyldum rannsóknastarfseminnar og rannsóknamanna gagn-
vapt stjórnmálamönnum, bændum og öðrum landbúnaðarstéttum.