Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 51
43
Fátt bendir til þess að eitthvað dragi úr fækkun þeirra
er að landbúnaði starfa á næstu árum, en margir hafa látið þá
skoðun í ljós, að æskilegra væri að bústækkunin yrði ekki eins
ör á næstu árum og verið hefur. Fjölskyldutekjur eru óneytan-
lega mun hærri hjá flestum, ef ekki öllum starfsstéttum í
þéttbýli og hætt er við að það dragi enn fleirri einstaklinga
til sín og færri hefji búskap, er annars mundu, ef tekjumögu-
leikar væru meiri í landbúnaði.
Á hinn bóginn má alltaf búast við auknu atvinnuleysi,
ef dregið verður úr erlendum lántökum á næstu árum. Sum
byggðarlög eru nú orðin það fámenn að þau þola ekki frekari
fólksfækkun og flestum er það ljóst að byggðarkeðjan má ekki
slitna.
Ljóst er að margir munu stækka búin og auka fram.leiðni
á vinnustund á næstu árum og aðrir munu hætta störfum í land-
búnaði. En geta stærri búin framleitt ódýrari landbúnaðar-
vorur?
Bústærð og fjölskyldutekjur á sauðfjárbúum.
í þessa úrvinnslu voru tekin 53 sauðfjárbú eftir skil-
greiningu Búreikningastofunnar og voru þau flokkuð í 7 stærðar-
flokka eftir bústærðarmælikvarðanum "ærgildi". Niðurstöður eru
birtar í súluriti. Laun á klst. eru hæst að jafnaði á búum,
sem lenda í stærðarflokkinum 350-400 ærgildi og á margan hátt
kemur sú bústærð bezt út af þessum stærðarflokkum. Vinna
fjölskyldu er að jafnaði um 3.500 klst. í þremur af þessum
stærðarflokkum, en 4.277 klst. £ stærsta bústærðarflokknum.
Aðkeypt vinna er lítil £ flestum flokkum nema £ stærsta
bústærðarflokki. í bústærðarflokknum 400-500 ærgildi kemur
fram sérstaklega mikil aðkeypt vinna meðal annars vegna þess
að á einu búi er sonur að búa sig undir að taka við búinu, en
er skráður sem vinnumaður. Með minni bústærð sauðfjárbús en
350 ærgildi virðist ekki vera hægt að veita fjölskyldu l£f-
vænlegar tekjur, þó eru undantekningar til.