Ráðunautafundur - 11.02.1978, Side 81
73
fræðilegum aldri útsæðiskartaflanna. Á norðlægum
slóðum er minna um blaðlýs, sem bera vírussjúkdóma og vegna
lægra hitastigs er minna um ýmsa aðra sjúkdóma. Á norð-
lægum slóðum er sumarið styttra og kartöflur ekki jafn
þroskaðar við upptöku og á suðlægari slóðum og er það
kostur þegar um útsæðiskartöflur er að ræða; kartöflurnar
eru þá ekki eins "gamlar", þegar sett er niður og spíra
oft hraðar.
Stærð útsæðiskartaflna getur haft áhrif á uppskeruna.
Upp af stórum kartöflum koma fleiri grös og myndast þar
af leiðandi fleiri hnýði en af smáum. Ef einhver vaxtar-
þáttur er takmarkandi má almennt búast við því, að smátt
útsæði gefi færri og stærri kartöflur, en stórar gefi
fleiri og smærri. Yfirleitt er mælt með útsæðisstærð á
bilinu 30-60 gr, en tilraun sem Þorsteinn Tómasson hefur
gert á Korpu með útsæðisstærð, bendir til þess, að útsæði
þurfi helst að vera yfir 40 gr.
Flutningur milli staða á lifandi plöntum og jarðvegi
er mjög varhugaverður. Flest lönd banna innflutning á jarð-
vegi og mjög strangar reglur eru um innflutning á lifandi
plöntum, en mildari gagnvart fræjum. Þetta er ekki að
ástæðulausu. Jarðvegur getur innihaldið smit, sem úti-
lokað er að sjá og sama gildir um lifandi plöntur. Kart-
aflan er lifandi planta og utan á henni loðir jarðvegur
frá þeim stað, þar sem hún var ræktuð. Flestir kart-
öflusjúkdómar og meindýr berast því milli staða með út-
sæðinu. Þannig höfum við líka fengið flesta af þeim
sjúkdómum og meindýrum, sem gera skaða á kartöflum í
þeim löndum, sem við skiptum mest við.
Þeir sjúkdómar og meindýr, sem fyrst og fremst þarf
að huga að í sambandi við útsæðið eru eftirfarandi (varð-
andi lýsingu á skaðaeinkennum vísast til Handbókar bænda
1978) .