Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 100
92
henni þegar flytja þarf vöruna á markaö, Auðvelt þarf
að vera að komast inn í geymsluna og að vörunni til daglegs
eftirlits.
Geymslurnar þarf að einangra mjög vel, þannig að ekki
sé hætta á frosti inni í þeim. Lágmarkseinangrun í veggjum
og þaki ætti að vera 100 mm plast eða glerull.
Innan við einangrunina þarf að vera plastdúkur. Nauðsynlegt
er að geta ráðið við loftslagið (hita- og rakastig) á
geymslutímanum. Algengustu aðferðir við það eru nokkuð
mismunandi eftir því hvort um er að ræða kartöflugeymslur
eða grænmetisgeymslur.
Nauðsynlegt er að hafa hita- og loftrakamæla í geymslunum
og fylgjast vel meö þeim.
II. Grænmetisgeymslur
Fáir grænmetisræktendur hér á landi hafa fullkomna
aðstöðu til að geyma framleiðslu sína. Með góðum og nægum
geymslum mætti eflaust lengja „grænmetistfmann" fyrir sumar
tegundir og dreifa vörunni jafnar á markaðinn. Nýverið
hafa tveir aðilar byggt rófnageymslur með fullkomnum búnaði.
Við geymslu grænmetis er leitast við að halda öndun
jurtafrumanna og útgufun frá þeim í lágmarki, en um leið
þarf að gæta þess að sjúkdómar (rotnun) nái ekki yfirhönd-
inni.
Hæfilegur geymsluhiti fyrir algengustu tegundir
grænmetis (kál, gulrætur, gulrófur) er um 0°C.
Rakastig í geymslunni þarf að vera mjög hátt, eða 90-95%
þannig að útgufun og þar með rýrnun grænmetisins verði í
lágmarki. Þessum kröfum er erfitt að fullnægja nema með
kælivél x geymslunni. Að vísu má eflaust komast af með
loftræstikerfi, eins og lýst verður síðar í sambandi við
kartöflugeymslur, ef ekki þarf að ge.yma vöruna lengur en
eitthvað fram á vetur.
Kæling £ röku lofti er nokkrum vandkvæðum bundin og
nauðsynlegt er að velja tæki með stórum kælifleti og með
góðu bili (8-9 mm) á milli kæliræmanna.