Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 102
94
um veturinn. Einnig má nota sérstaka viftu við vetrar-
loftræstingu. Viftunum má handstýraeéa nota sjálfvirka
stýringu að öllu eéa einhverju leyti. Til öryggis er rétt
aö hafa hitastilli inni í geymslunni, sem kemur í veg fyrir
of mikla kælingu. Þar sem veðrátta er umhleypingasöm er
einnig gott að hafa mismunahitastilli utan viö geymsluna,
sem varnar því aö viftan gangi ef útiloft er hlýrra en inni-
loft. Viftan gengur þá því aÖeins aö bæði sé þörf á kælingu
og möguleikar á henni. Af stjórntækjum má einnig nefna
rakastilli. Inntakslúgum er algengast aÖ handstýra, en hægt
er aö fá vélbúnaö til þess.
Eftir reynslu ýmissa nágrannaþjóöa okkar, þarf aÖal-
q
viftan að afkasta 75-100 m /klst/tonn kartöflur, viö
15-20 mm VS mótþrýsting. Vetrarloftræsting getur veriö um
10-20% af þessu loftmagni.
IV. Athuganir i kartöflugeymslum í Þykkvabæ
Haustiö 1975 var gerö nokkur úttekt á kartöflugeymslum
hjá bændum í Þykkvabæ. Þar reyndist engin geymsla vera
með loftræstibúnaöi. f einstaka nýlegum geymslum höföu þó
veriö settir stokkar í gólfið.
Þetta haust voru settir síritandi hita- og rakastigs-
mælar í þrjár geymslur og þeir hafðir þar þangað til búið
var að senda kartöflurnar á markað, fljótlega upp úr ára-
mótum. Haustið 1976 var aftur komið fyrir síritandi mælum
í tveimur geymslum og auk þess voru settir hitamælar
(nthermistormælar") inn í fjóra kartöflupoka, sem síðan var
raðað í stæðuna í mismuandi hæð frá gólfi og mislangt frá
útvegg. Lesið var af hitamælunum annan hvern dag fyrstu
3 mánuðina, síðan tvisvar í viku.
Niðurstöður mælinganna koma fram á myndum 3 og 4.
í upphafi geymslutímans voru báðar geymslurnar hitaöar upp
með olíukyntum hitablásara. Síðan var reynt að kæla með
því að hafa dyr og lúgur opnar. Af línuritunum má sjá, að
hitinn er lengi að síga niður í æskilegt mark. Hiti yfir
stæðunniog í pokunum er mjög svipaður. Lítill munur var á