Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 21
215
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
Ullar- og skinnaverkefnið■
Sveinn Hallgrímsson,
Ötflutningsmiöstöð iðnaðarins.
Megin tilgangur Ullar- og skinnaverkefnisins, eins og
hann var skýrgreindur £ upphafi, er að "auka og efla framleiðslu
og úrvinnslu ullar og skinna £ þeim tilgangi að auka arðsemi
£ þessum iðngreinum og auka þannig útflutningstekjur, sem fá
má af þeirri takmörkuðu hráefnisauðlind, sem ull og gærur af
£slensku sauðfé er."
Forsvarsmenn verkefnisins hafa litið svo á, samkvæmt
ofangreindri skýringu, að allir þættir £ framleiðslu hráefnis-
ins, iðnaðinum og markaðssetningu fullunnu vörunnar, séu
hluti verkefnisins, auk þess sem' stuðla beri að hverjum þeim
aðgerðum sem miða að frekari vinnslu, áður en markaðssetning
fer fram.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum þeim atriðum,
sem unnið hefur verið að á. vegum Ullar- og skinnaverkefnisins.
Ullarverkefnið
1. Verðbætur á ull.
Þetta atriði var sett efst á verkefnalista £ Ullar- og
skinnaverkefninu. Var það £ samræmi við niðurstöður nefndar
á vegum Landbúnaðarráðuneytis (ullar og gærumatsnefnd 1974) og
nefndar er starfaði á vegum Iðnþróunarnefndar, Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins og Félags islenskra iðnrekenda (1975).
Verðbætur á ull hafa nú verið greiddar frá 1.12.1975 og hafa
þær verið sem hér segir:
TAFLA 1. Verðbætur á kg ullar frá 1.12.1975 - 31.8.1977.
Frá 1.12.1975
- 1.06.1976
- 1.03.1977
- 1.09.1977
31.05.1976
28.02.1977
31.08.1977
31.08.1978
219.- kr/kg
239.- kr/kg
329. - kr/kg
330. - kr/kg