Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 72
266
Uppskerurýrnun var mest á þeim lið tilraunarinnar, sem
ekið var um bæði að vori og sumri, þar næst á þeim reitum,
sem ekið var um að vori, en minnst og reyndar sáralítil, á
þeim reitum, sem ekið var um að hausti.
Greinilegt samhengi var milli uppskerurýrnunar og
rakastigs jarðvegs, þegar ekið var um reitina að vori. Því
rakarisem jarðvegurinn var við umferð því meiri varð uppskeru
rýrnunin á umferðarreitunum það sumar (mynd 2).
Uppskerurýrnunin varð hlutfallslega meiri á þeim
reitum tilraunarinnar, sem ekki var borið á köfnunarefni,
heldur en á þeim, sem á var borinn aðlilegur áburðarskammtur
(120 kg N á ha). Þetta bendir til þess að meira tjón verði
af umferð, þar sem eða þegar vaxtarskilyrði eru erfið en við
góð skilyrði. Reynsla manna frá kalárunum og af akstri um
hálendið styðja þessa niðurstöðu.
Fram kom munur á gróðurfari umferðarreita og umferðar-
lausra reita. Af grastegundunum sem sáð var (A-blanda SÍS)
hvarf vallarsveifgrasið fljótlega úr reitunum, en jafnt úr
troðnum sem ótroðnum og virðist því eitthvað annað en umferð
hafa valdið brotthvarfi vallarsveifgrassins, t.d. veðurfar,
lágt pH. Túnvingull hvarf miklu fremur úr,umferðarreitunum
og greinilegt að hann hefur þolað umferðina mjög illa.
Hlutdeild vallarfoxgrassins í gróðri var mun meiri í umferða-
reitunum en..umferðalausu reitunum og þar fyllir vallarfoxgras
rúm túnvingulsins.
Votlendisjurtir eða jurtir, sem þrífast vel í raka
s.s. starir, varpasveifgras, skriðlíngresi, haugarfi, fífa
og elftingar var nær eingöngu að finna í umferðarreitum.
Þar var mosi einnig meiri.
Við rakamælingar á jarðvegi úr tilrauninni kom í ljós,
að meira vatn var í jarðvegi í umferðarreitunum heldur en
hinum umferðarlausu, vatnsheldni troðna jarðvegsins var meiri
Við efnagreiningar kom £ ljós að styrkleiki flestra
næringarefna var svipaður í uppskeru af umferðarreitum og
umferðarlausum reitum. Undantekningar voru þó á því. Þar
sem uppskera af umferðarreitum er minni en af hinum þýðir