Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 64
258
eðli tilraunarinnar hvort köfnunarefnis- eða þurrefnisuppskera
er heppilegri við túlkun á tilraunaárangri.
Köfnunarefnisnyting.
Algengast er að nota hkg/ha sem mælikvarða á þurrefnis- eða
heyuppskeru og kg/ha sem mælikvarða á N-upptöku. Áhrif N-áburðar
er hentugt að setja fram sem kg þurrefnis eða heys, sem fást
fyrir hvert kg N á einhverju tilteknu bili (ekki endilega miðað
við 0 N), eða sem aukningu N-upptöku í kg fyrir hvert kg N.
Þessi mælikvarði á N-upptöku er hlutfallstala, sem ætla má að
sá jafnan á bilinu 0,00 til 0,75 (eða 0,80). Gildi undir 0,40-
0,50 eru þó fremur sjaldgæf. Falli gildi fyrir utan hið til-
tekna bil má ætla að um tilviljunarfrávik sá að ræða, eða að
tilraunaliðirnir sáu í rauninni ekki sambærilegir, t.d. þegar um
er að ræða samanburð á reitum^sem lengi hafa fengið mismunandi
áburðarmeðferð.
Tekið skal fram, að það er sýndarnýting á köfnunarefni sem
fæst úr tilraununum. Til þess að mæla raunverulega nýtingu
þarf að beita ísótópa^aðferðum.
Kalksaltpátur og Kjarni.
Áburðaráhrif kalksaltpáturs eru mjög frábrugðin áhrifum
Kjarna. Fyrst og fremst er það kalsxum £ kalksaltpátrinum, sem
veldur því, en einnig hefur það nokkuð að segja,að hluti köfnunar-
efnisins í Kjarna er bundið sem ammóníum.
Mismunur áburðaráhrifa'kalksaltpáturs og Kjarna kemur fram
í ýmsum myndum. Mikilvægust eru eflaust áhrifin á jarðveginn,
þegar lengra er horft. Að vísu virðist hóflegur skammtur af Kjarna
(120 kg N/ha) ekki hafa haft veruleg áhrif á Ca-forða jarðvegs-
ins í 91-60, enda kom heldur meira kalsíum með fosfóráburðinum en
fjarlægt var með uppskerunni (Sigfús ólafsson 1978). Jarðvegurinn
er hins vegar Ca-snauður og sýrustigið lágt, þannig að þörf
virðist fyrir Ca-áburð þegar frá upphafi.