Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 40
234
Rekahlunnindi.
í fasteignamati 1970 eru skráðar 566 jarðir með reka.
Sumir eru því marki brenndir að hafa sérstaka unun af að
ganga fjörur eða reka. Enda veitir fátt meiri fyllingu en
brimlöður, kraftmikið brimsog og brotnandi alda. Á reka
hrúgast saman fjölskrúðugt samfélag úr dauðri og lífrænni
náttúru. Hver og einn sér fyrst og fremst það, sem við-
komandi hefur auga fyrir. Og gildismat breytist með þroska
skoðara og aldarfari. Áður þétt mér pjáturdésir, baukar
glerflöskur og kúlur mesta djásn, sem fannst á reka, í dag
vekur slíkt fánýti og drasl enga eftirtekt, nú er fyrst og
fremst hugað að trjáreka. Þo skal viðurkennt að fremur héld
ég til haga tómri glerflösku af reka, en sambærilegri keyptri
hjá ÁTVR. Frá fornu hafa landeigendur átt það, sem berst á
þeirra reka, sé ekki um vogrek að ræða. Rekaviður hefur allt
fram á þennan dag gengt fjölþættu hlutverki í lifnaði þjéð-
arinnar. Hann hefur verið notaður til húsagerðar, skipasmíða,
brúar- og bryggjugerðar, búsáhalda og húsgagnagerðar, og til
hverskonar trésmíða, í girðingarefni og til eldiviðar.
Ekki hefur tekist að ná saman neinum tölum að byggja
á tim árlegt verðmæti rekaviðar, enda reki breytilegur frá
ári til árs, og verðmætasköpun fer eftir því hvað úr honum
er unnið. Til að nefna einhverja viðmiðun má ætla að árlega
reki, sem svarar 500 girðingarstaurar á hverja rekajörð, með
bændaverði 1977 kr. 400 á stfa.Urinn, er það að verðmæti 113,2
milljénir kréna eða 283.000 staurar. Með meiri úrvinnslu
rekaviðar mætti auka verðmæti hans verulega. Árið 1977 voru
fluttir inn sívalnings-girðingarstaurar. I innkaupi kostaði
staurinn kr. 441,17, og var seldur út úr verslun á kr. 622
(519 + 20%), með söluskatti. Gegnir furðu að slík ráðstöfun
skuli eiga sér stað, þegar nég og betra efni er til í landinu
sjálfu.