Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 31
225
6. Könnun á áhrifum kopars £ salti á gærur.
Einstaka sláturhús á Austurlandi munu hafa notað koparmengað
afgangssalt við gærusöltun s.l. haust. Var í því sambandi
gefin út yfirlýsing um hættur sem hugsanlega væru samfara
notkun þess, en einnig voru hafnar athuganir á áhrifum kopars
við geymslu gæra og í sútun og litun mokkagæra. Tilrauna-
stöðin að Keldum hefur staðið fyrir athugunum þessum, en
Sláturfálag Suðurlands sár um tilraunasútun á gærubútunum.
7. Rannsóknir á tengslum ýmissa ytri eiginleika og tvískinn-
ungs í gærum hófust við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á
s.l. hausti. Einnig verður gerð athugun á samhengi milli
tvískinnungs og mismunandi fóðrunar og beitar lamba fyrir
slátrun. Er þessi athugun gerð til að kanna raunhæfni
hugmynda um samhengi milli tvískinnungs og beitargæða.
8. Vefjarannsókn á gærum vegna sjúklegs veikleika skinnsins.
Samkvæmt ábendingu Ásgeirs Nikulássonar, var hafin veffræði-
leg athugun á gærum úr sláturhúsi á Suðurlandi. Athugunin
beinist að því að finna orsakir þess veikleika gæranna, sem
lýsir sár þannig að hægt er að rífa bjórinn með mjög litlu
átaki.
Guómundur Georgsson við Rannsóknarstofu Háskólans í meina-
fræði, Keldum, sár um vísindalegu hlið málsins. Niðurstöður
eru ekki óyggjandi, en líklegt er talið að taka þurfi til
rannsóknar ýmis atriði, sem snerta meðferð lambsins fyrir
slátrun o.fl.
9. Ottekt á íslenzkum sútunariðnaði.
Á vegum skinnaverkefnisins hefur lengi verið áhugi fyrir að
gera úttekt á íslenzkum sútunariðnaði. Var leitað til sænsks
skinnasárfræðings, Frans Möller og hann beðinn að gera slíka
úttekt. Möller taldi sig ekki heppilegan í slíkt verkefni
en benti á Stig Iwarson, framkvæmdastjóra Helsingborg
Palsberederi. Iwarson hefur unnið í sútun og skinnaverslun
í 40 ár.