Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 47
241
Sýrustigsbreytinffar í iarðvegi. dti í náttúrunni veröa.tíma-
bundnar pH-sveiflur og einnig varanlegar pH-breytingar, sem
fyrst og fremst stafa af áhrifum kolsýru, umsetningu lífrænna
efna, oxunarhvörfum, áburéi og útskolun katjóna.
Áhrif kolsýru. Kolsýra myndast af CO^ frá starfsemi örvera
og öndun plantna.
C02 + H^O H^C°3 H+ + HC02
Því hærri sem kolsýringsþrýstingurinn er þvx fleiri
H+ og HCOg-jónir eru í jarövökvanum. Aukning á CO^ í
jarövegsloftinu hefur meiri áhrif til lækkunar sýrustigsins
þegar lítiö er af honum fyrir. Viö venjulegt kolsýrings-
magn (0,2-0,7%) er jafnvægissýrustig x jarövökva pH 5 - 5,3.
Sé frjálst kalk (CaCOj) í jaröveginum er sýrustigið
mun hærra (6,5-6,6) og áhrifin af CO^ eru minni.
Vegna lítils sýrustyrks kolsýrunnar hefur lækkun pH
í jarðvegi af hennar völdum aðeins áhrif viö pH yfir 5.
pH-breytingar fyrir áhrif kolsýru eru tímabundnar; þegar
CO^-framleiöslan minnkar jafnast munurinn milli andrúmslofts
og jarðvegslofts út við flæöi.
Áhrif húmusmyndunar. Viö niöurbrot lífrænna efna myndast
mismunandi magn af lífrænum og ólífrænum sýrum. Þegar vetnis-
jónum af þessum sökum fjölgar á svifefnunum getur pH lækkað
staöbundið um 0,5 einingar. Þar sem örverur brjóta yfirleitt
lífrænu sýrurnar niður á ný , er pH-lækkunin oft tímabundin.
Veröi hins vegar myndun á súrum niðurbrotsefnum um lengri
tíma, t.d. í barrskógi eöa á heiði, getur pH-lækkað í um 3,0.
Áhrif oxunar eða afoxunar. í jarÖvegslögum, sem aö staðaldri
eru undir áhrifum af grunnvatni og eru rík á súlfat, myndast
súlfíð af járni (FeS og FeS^). Meðan skilyrði eru loftfælin,
er pH þessa jarðvegs oft nálægt 7. Sé grunnvatnsstaða lækkuð,
t.d. með framræslu, veröa súlfíðin fyrir oxun yfir í brenni-
steinssýru og járnoxíð.
Sé jarðvégur kalksnauður og með lítið magn af Ca og
Mg á svifefnum, getur sýrustig jarövegsins fallið í pH - 2.
Svipuð breyting kemur fram, þegar sýni úr svona jarðvegs-
lögum eru látin þorna við stofuhita.