Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 15
209
rAðunautafundur
6.-10. febrúar 1978
RÆKTUN A DROPÓTTU F£.
Stefán Aðalsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
INNGANGUR.
Úrval fyrir dropóttum lit á gærum hefur farið fram á skóla-
búinu á Hólum í Hjaltadal síðan haustið 1961, en það haust var
fyrsti lambhrúturinn í þessari ræktun settur á. Þessi lamb-
hrútur, Vinur nr. 81, var keyptur af Sigurði Karissyni, fyrr-
verandi ráðsmanni á Hólum.
Úrvalið fyrir dropótta litnum miðaðist við tvennt.
Fyrra atriðið var að framleiða flekkóttar gærur, sem væru
alsettar dökkum smádoppum í þelinu á hvíta hluta bolsins.
Síðara atriðið var að framleiða gærur með sem stærstum
hvítum flekkjum með þéttum doppum í þeli og sem fæstum og minnst-
um svörtum skellum. Segja má að takmarkið .með ræktuninni hafi
verið að ná upp stofni af kjömmubíldóttu eða baugóttu fé, sem
væri alveg laust við dökkar skellur á skrokk við fæðingu, en
væri með eins þéttar doppur í þelinu og framast er unnt við
slátrun að hausti.
Útbreiðslan á dökkum lit á tvílitum lömbum var skráð við
fæðingu. Voru tveir öftustu stafirnir í 4 stafa litanúmeri not-
aðir til þess. Lykill að litaskráningunni á vorlömbum er sýndur
í Viðauka I.
Mestur getur dökkur litur á tvílitum lömbum orðið, þegar
þau eru leggjótt, krúnulaus. Þessi útbreiðsla á dökkum lit
fær númerið 92.
Minnstur dökkur litur er á baugóttum lömbum, sem eru ein-
vörðungu dökk í kringum augu. Sú litarútbreiðsla fær númerið 10.
A milli þessara marka er svo meginið af tvílitu fé.
I uppgjöri því, sem hér verður kynnt, hefur verið reiknað
með því, að litarnúmerið gæfi allgóða mynd af hlutfallslegri
.útbreiðslu á dökkum lit, og hefur litarnúmerið verið notað sem
mæling til að finna meðalútbreiðslu á dökkum lit.