Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 91
285
Tafla 3. Sláttarlag, fóðurgildi og verkun votheysins.
Sláttarlag Meltanleiki Hráprótein Sýrustig Ammoníaktala
_________________%_____________%_________pH_________________
Tætt n=8 66,4+9,7 13,3+2,4 4,26+0,56 20,1±18,0
Heilt n=14 63,6Í6,2 12,6Í1,9 5,19+0,54 52,9^28,4
Verkun tætta heysins er mun betri en hins heila. Er sá
munur marktækur. Þetta er í góöu samræmi viÖ niðurstööur
ýmissa tilrauna og reynslu. I samræmi viö það er fóðurgildi
tætta heysins nokkru meira en hins heila. Af tætta heyinu
þarf aö jafnaði 1,5 kg þurrefnis í fóðureiningu, en 1,6 kg
af því sem var heilt.
Sé aftur vikiö aö hirðingarhraðanum á mynd 4, getum
viö þar einnig lesiö áhrif sláttutímans. Viö sjáum, aö
fóðurgildi heysins lækkar ört með vaxandi lengd heyskapar-
tíma og er þeim mun lægra sem seinna er byrjað á slætti.
Lausleg greining á áhrifum fyllingartímans og sláttar-
byrjunar á meltanleika heysins sýnir, að meltanleiki lækkar
um 0,7 % á dag, sem sláttarbyrjun dregst og
3,0 % á viku, sem tekur að fylla geymsluna.
Áhrif þessi felast bæöi í beinum áhrifum þroska á fóðurgildi
grasanna, og því aö verkun tekst að ööru jöfnu verr sem lengur
er veriö aö fylla geymslurnar. Þetta styðja mælingar á
sýrustigi og ammoníaki heysins. Kom fram, að nokkuð samband
var á milli fyllingartíma og sýrustigs (r = 0,39), og aö
ammoníaktala heysins var þeim mun hærri, sem lengur var
verið aö fylla geymslurnar (r = 0,52).
Viö fyllingu geymslnanna virtist reglan vera sú, aö svo
til allur flötur geymslunnar var haföur undir í einu. Á
tveimur bæjum var aðeins hluti flatarins haföur undir og
heyið lagt inn í mjög hallandi lögum. Hvort sem þaö nú er
tilviljun eöa ekki, var þetta á þeim tveimur bæjum sem áttu
best verkaða votheyið. Þar þurfti aöeins 1,2 kg þurrefnis
í f.e. eða um 5,9 kíló af votheyi.