Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 15

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 15
7 1. Framleiðslugjald, mismunandi hátt eftir bústærð. 2. Gjald á allt innflutt kjarnfóður. Framleiðslugjaldið kæmi á alla framleiðslu, nautgripa og sauðfjárafurða, Væri eitthvað undan- þegið , skapaðist möguleiki fyrir tilfærslu á afurðum í innleggi frá stórframleiðendum eða þéttbýlisbúum til þeirra sem undanþáganna nytu, því það mundu yfirleitt verða skattlausir framleiðendur, ef um þessa leið væri að ræða. Það er gert ráð fyrir því að búfé hvers lögbýlis og afurðir þess árin 1975, 1976 og 1977 að meðaltali myndi viðmiðun á greiðslugrunni hvers ábúanda lögbýlis eða ábúenda ef fleiri eru, Um skiptingu á félags- búum verði byggt á því sem gefið er upp til lífeyrissjóðs bænda um það efni. Hver ábúandi sanni afurðamagn sitt og síns fólks með afriti af innleggsmiðum, sem skattstofurnar hafa fengið. Afurðamagn hvers bús gildi fyrir hvern ábú- anda með þeirri undantekningu, að þar sem bú eru 400 ær- glldi eða minni og afurðamagn minna ai áð landsmeðaltali, fá viðkomandi aðilar að auka afurðamagn í landsmeðaltal, án þess að til hækkunar skerðingargjalds komi. Einnig verði heimilt að ívilna frumbýlingum eitthvað samkvæmt hánari útfærslu í reglugerð og einnig sé heimilt að ívilna mjög skuldugum mönnum,sem lagt hafa í framkvæmdir þrjú síðustu ár, enda hafi stærð bygginga, sem reistar hafa verið með lánsaðstoð úr Stofnlánadeild, verið innan leyfðra marka. Gert er ráð fyrir fimm flokkum búa. Það eru bú 400 ærgildi eða minni, - - - 401 til 600 ærgildi, - - - 601 - 800 - - - - 801 ærgildi og stærri, - - - þettbýlismanna og þeirra sem ekki hafa lögheimili á lögbýlum. Allir framleiðendur greiði 2 % framleiðslugjald af framleiðslumagni upp að

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.