Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 19

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 19
11 Fyrsta atriðiö er fellt niður af því að það sé í valdi Stéttarsambandsins hvort svo sé gert eða ekki, en annað atriðið er fellt niður m.a. vegna krafna um að endurgreiðslu- heimildin yrði látin ná til alifugla- og svínaræktarfram- leiðslu eins og hefðbundnu búgreinanna, en eins og áður er getið taldi sjömannanefndin að þær greinar, sem ekki greiddu framleiðslugjald ættu að taka kjarnfóðurgjaldið að fullu á sig. En þriðja atriðið er fellt út vegna andstöðu úr þéttbýli. Alþingsmenn hafa tæpast áttað sig á, hversu stéran vanda bændur eru að glíma við og bændur líta á hann hliðstætt og verkamenn líta á atvinnuleysi og telja sig því eiga rétt á nokkurri vernd löggjafans gegn því að aðrir óskyldir aðilar taki verulegan hluta af innanlandsmarkaðinum frá þeim sem lifa á búvöruframleiðslunni. Augljést má vera að nauðsynlegt er að skrá framleiðslu þeirra aðila er framleiða búvöru utan lögbýla svo unnt sé að tryggja að af henni greiðist þau gjöld sem framleiðendum er yfirleitt gert að greiða, því voru full rök fyrir því að setja þetta ákvæði í lagabreytinguna. Tillögur sjömannanefndar voru kynntar á Stéttarsambands- fundi í sumar. Þess var getið að ein megin forsenda þeirra væri sú að reyna að halda landinu í byggð, að mestu í því horfi sem nú er. í annan stað var lögð áhersla á þá ésk sjömannanefndar að ríkið aðstoðaði bændur við að komast yfir þá erfiðleika , sem framleiðslutakmörkun myndi fylgja, með því að greiða útflutnings- halla að fullu á aðlögunartímanum. Samningar náðust við núverandi ríkisstjérn um aukagreiðslu útflutningsbéta á s.l. ári að upphæð kr. 1300 milljénir vegna útflutnings á kindakjöti umfram það sem 10% reglan gaf. En þess er ekki von að slík viðbét fáist áfram. Stéttarsambandsfundurinn samþykkt tillögur sjömannanefndar- innar með 39 atkv. gegn 4, en gerði ábendingar til breyting í fimm liðum og voru fjérar

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.