Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 20
þeirra ábendinga teknar í endanlega gerð sjömannanefndar-
álitsins. Ein tillagan fjallaði um gjaldfrest á innheimtu
kjarnfóðurgjalds. Nefndin taldi þá ábendingu ekki fram-
kvæmanlega og hafnaði henni.
NÚ hafa tillögur sjömannanefndar verið kynntar
allvíða, m.a. á allmörgum bændafundum. Þær hafa fengið
misjafnar undirtektir. Allmargir bændur telja þær mjög
ósanngjarnar og til þess eins fallnar að flæma bændur frá
atvinnu sinni. Þessir menn yfirleitt telja að ríkið eigi
að ábyrgjast afurðaverðið til bænda. Þó eru til menn í
þeirra hópi, sem telja verðjöfnunargjald sem kæmi jafnt
á hverja einingu af kjöti og mjólk, réttlátari leið en
þær sem hér hefur verið rætt um. En þeir gera sér ekki
ljóst að erfiðleikar eru á að fá markaði fyrir allt vöru-
magnið, sem framleitt er og því dygði ekki taka verðjöfn-
unargjalds, nema að fleygt væri t.d. því smjöri sem ekki
selst, en það þykir illur kostur.
Þá hafa ýmsir bændur bent á að skömmtun kjarn-
fóðurs væri betri leið en sú sem er í tillögum sjömanna-
nefndar. Þetta er þá hugsað á þann veg að gefnir yrðu út
skömmtunarseðlar fyrir því kjarnfóðurmagni, sem hver fram-
leiðandi ætti að fá á lágu verði, síðan mættu verslanir
selja viðbótarmagn á mjög háu verði.
Væri þessi leið valin yrði að treysta á
heiðarleika fjölda verslana víðsvegar um landið, um að
fara í þessu efni eftir óvinsælum reglum gagnvart við-
skiptamönnum sínum. Og einnig að innheimta hjá þeim öllum
álagið af því fóðri sem selt yrði á hinu háa verði.
Mjög torvelt gæti orðið að innheimta þetta fé, því flestar
þær verslanir sem hér væri um að ræða eru í sífelldum
rekstrarfjárvandræðum. óvíst væri líka um rétt skil, nema
með ströngu eftirliti og sífelldri endurskoðun á bók-
haldi. Þar gilti sama eins og um söluskattskil. Þau hafa
ekki allsstaðar verið talin í lagi. Sjömannanefndin
taldi svo mikla annmarka á þessari leið, að hún hafnaði
henni, sem nær óframkvæmilegri.