Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 21

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 21
13 En er ein leið, sem allmikið hefur verið rædd, sú að ákveða bændum fullt grundvallarverð fyrir ákveðið magn Lúvöru, en útflutningsverð fyrir það sem umfram yrði. Þessi leið virðist girnileg fljótt á litið. En miklir annmarkar koma í ljós, þegar farið er að hugsa framkvæmd hennar. Sá annmarki er stærstur, að tiltölulega fá sölufyrirtæki bænda flytja vörur á erlendan markað, en þau selja yfirleitt mikið magn hvert um sig. Hin eru miklu fleiri, sem selja alla framleiðsluna innanlands. En allmargir innleggjendur hjá þeim, sem selja allt innanlands, ættu að taka verðskerðingu á hluta fram- leiðslu sinnar, en hversu mikinn hluta væri ekki vitað um fyrr en að loknu reikningsári, þegar séð væri hver framleiðslan yrði hjá hverjum einstökum bónda eða á hverju býli og séð yrði hve mikið vantaði 1 útflutningsbætur í heild. Þá þyrfti að færa fé frá þeim sem seldu innanlands til útflutningsaðilanna í allmiklum mæli. Ötflutningsaðil- arnir væru búnir að bíða lengi eftir greiðslum og stæðu mjög höllum fæti með greiðslur til sinna viðskiptamanna. Þetta myndi þvi valda miklu misræmi í afkomu einstaklinga og fyrirtækja. Tilfærslan gæti sem sagt ekki skeð fyrr en að loknu ársuppgjöri sennilega í febrúarmánuði en yrði að ske á fáum dögum, áður en skattstjórum væru sendir inn- leggsmiðar. Sjömannanefnd var sammála um að þetta væri tæplega framkvæmanlegt, þó að tölvutækni væri beitt og því hafnaði hún þessari leið eftir allmiklar umræður um hana. Þá hefur komið fram sú gagnrýni á tillögur sjömannanefndar að öllum framleiðendum væri ætlað að taka á sig nokkra tekjuskerðingu. 1 þeim byggðarlögum þar sem bú eru yfirleitt tiltölulega smá segja ýmsir bændur að ekki sé sanngjarnt að þeir taki á sig fjárhagsbyrðar til að leysa offramleiðsluvanda stórframleiðenda og segja gjarnan að stóru mjolkursamlögin verði að leysa sín vanda- mál sjálf og þeir sem hafi meira en grundvallarbú verði að sætta sig viðútf lutningsverð fyrir allt afurðamagn fram yfir grundvallarbúsafurðir því þeir stóru skapi

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.