Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 23

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 23
15 bændum hefur fækkað hlutfallslega mikið. Það á áreiðan- lega við um Snæfellsnes og ef til vill Strandasýslu líka. Væri að því ráði horfið að hætta að leysa vandamálin á félagslegan hátt, þá held ég að bændastéttin ætti skamma framtíð í landinu. Lögmál frjálsrar samkeppni um innanlandsmarkaðinn yrði fljót að brjóta niður allt sem gert hefur verið til uppbyggingar og skipulagningar í afurðasölumálum í 40 - 50 ár. Þegar svo væri komið yrði farið að flytja inn erlendar búvörur og þá væri séð fyrir endann á innlendri búvöruframleiðslu. Að gera ekkert í þessu efni væri því alversti kostur, sem valinn væri. Skylt er að skoða hverja ábendingu og tillögu er fram kemur til lausnar á vandamálunum og engu skyldi hafnað án umhugsunar. En fara skal með hófsemd og gætni í allri ákvarðanatöku í þessu sambandi, því margur er sá þol- andi sem viðkvæmur er og harkalegar aðgerðir gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ýmsa þeirra.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.