Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 28
20
Hitt mun samt viða veröa raunin, að því aðeins sé hsegt að
minnka framleiðslumagnið til muna, að bændur breyti búskaparhátt-
um verulega t. d. með nýjum búgreinum að hluta, betri nýtingu hlunn-
inda, þar sem þau eru fyrir hendi eða með þvi að taka að sér launuö
störf með búskapnum.
Þegar rætt er um íslenzkan landbúnað, er orðinnvani að tala
aðeins um nautgriparækt og sauðfjárrækt, enda er verðlagsgrundvöll-
ur sexmannanefndar nær einvörðungu miðaður við þessar búgreinar.
Þær eru jafnframt hafðar að skotspæni þeirra sem hafa tekið að sér
að gagnrýna landbúnaðinn. Að vísu eru þetta aðalbúgreinarnar, en hin-
ar svokölluðu aukabúg reinar og hlunnindi gefa samt um 20% af heildar-
tekjum landbúnaðarins. Því miður hefur þorri bænda látið aukabúgrein-
arnar lönd og leið, ekki sízt á siðari árum, eftir að sérhæfing 1 búskap
fór 1 vöxt og búreikningar sýndu að aukin sérhæfing bætti að jafnaði
árangur. En gera verður fleira en gott þykir, og getur svo farið, úr
þvi að meira er framleitt af mjólk og sauðfjárafurðum heldur en hægt
er að afsetja með skaplegu móti, að þeir sem minnka þurfa þessar
aðalbúgreinar gætu bætt það upp að nokkru með aukabúgreinum.
Heysala. Sala heys innanlands hefur verið drjúg tekjulind fyrir
nokkra bændur, þó meiri fyrir þá, semhafa ráð á ræktuðum landspildum
eða jörðum, án þess að stunda þar hefðbundinn búskap. Kaupendur að
þessu heyi eru aðallega hestaeigendur í þéttbýli. Nú síðustu árin hefur sýnt
sig, að góður markaður er fyrir hey erlendis, t. d. í Noregi og Fær-
eyjum, þ. e. þar hefur fengist framleiðslukostnaðarverð fyrir heyið,
en óvíst er.hve þessi markaður er mikill. Þarf að kanna það til hlftar
og einnig þarf að kaupa 1 eða 2 heybindivélar, sem binda fast stÓTa
balla eða bagga, til útflutnings. Væri eðlilegt að Búnaðarsamband
Eyfirðinga og Búnaðarsamband Suðurlands gengju fram í að kaupa
slikar vélar.
Garðrækt. Aðeins örsjaldan hafa fslenzkir bændur framleitt nægjan-
legt magn af kartöflum og gulrófum fyrir innlendan markað, þótt það
hafi tekist 1978. Nokkrir bændur til viðbótar þeim, sem nú stunda
kartöflurækt, gætu lagt stund á þá framleiðslu sem aukabúgrein. En
vegna þess, hve mikinn vélakost þarf við kartöflurækt, þarf að hafa
allmikið umleikis, ef á annað borð er stefnt að framleiðslu til sölu.