Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 32
24
LoSdýxarækt. Vilji íslenzkur landbúnaður halda hlut sinum og jafn-
vel auka hann 1 öflun erlends gjaldeyris, tel ég sjálfsagt fyrir allmarga
bændur að snúa sér að loðdýrarækt, ýmist minkarækt eða refarækt.
Refarækt var stunduð með góðum árangri allvíða hér á landi rétt
fyrir sfðari heimsstyrjöld, en lagðist niður þegar þjóðir heims þurftu
að hugsa meira um matvælaöflun en glysklæðnað kvenna. Nokkrir
bændur eru enn á lífi, þótt aldnir séu, sem stunduðu refarækt og
nú siðustu árin hafa fslendingar öðlast alldýrkeypta reynslu af minka-
rækt, sem þó sýnir, að sé rétt að farið þá getur þetta verið arðbær
atvinnugrein, sem hefur þann kost að vera eingöngu gjaldeyrisskap-
andi, og getur nýtt mikið magn af verðlitlum fiskúrgangi frá frysti-
húsum og sláturúrgangi og feitmeti frá sláturhúsum. En eigi að
sinna þessari búgrein, ýmist sem auka eða aðalbúgrein, þá verður
fyrst að kenna viðkomandi allt um hvernig rækta skuli, fóðra og hirða
dýrin. Minkaeldi er eins og önnur búfjárrækt. HÚn tekst þvi aðeins,
að sá sem stundar hana hafi þekkingu og áhuga á starfinu og sé nær-
færinn við hirðingu og geri hvert verk á réttum tima, en slíkt hið sama
gildir bæði vim mjólkurframleiðendur og sauðfjárbændur. Að visu er
óneitanlega leiðinlegra að rækta og hirða um óargadýrin, en kýr og
kindur. Samt getur það fyrrnefnda veitt ánægju.því allar skepnur hafa
sér til ágætis nokkuð, og eitt er þó betra við loðdýrin, það er að
eigandinn finnurminna til saknaðar, þegar hann fargar þeim, heldur
en þegar hann fargar kúm og kindum, sem hafa lengi verið vinir hans.
Námskeiðum 1 loðdýrarækt er auðvelt að koma á við bænda-
skólana og sérfræðinga höfum við þegar bæði á Hvanneyri og hjá
BÚnaðarfélagi íslands til að kenna. Þurfi að leita meiri sérfræðiþekk-
ingar erlendis, getur ráðunautur BÚnaðarfélags fslands 1 loðdýra-
rækt hæglega aflað sér hennar og fleiri aðilar ef þörf er á. Sé litið
á hagfræðihliðina, þá er hér ekki um neina gullnámu að ræða heldur
aðeins eirin þátt búskapar, sem fylgir bæði áhætta og vandi eins og
öllum búskap, en takist vel til, getur verið góðrar afkomu að vænta.
Fjárfestingin 1 upphafi er erfiðust fjárhagsafkomunni. Byggi ég hér
á umsögn loðdýraráðunauts. HÚs fyrir eina minkalæðu ásamt rými
fyrir hluta úr högna og fyrir hvolpana er um 1 , 5 - 1, 7 m , eða
svipað og þarf fhús- og hlöðurými fyrir eina kind. Nýbygging með
búrum og sjálfbrynningu fyrir 100 minkalæður og tilheyrandi hvolpa
og högna kostar miðað við verðlag f desember 1978 um kr. 3. 320. 000