Ráðunautafundur - 11.02.1979, Qupperneq 39

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Qupperneq 39
31 Með framræslu og þurrkun má breyta gróðurfari í graslendi og vistkerfi mýranna úr votlendi í þurrlendi. Þessi ræktunaraðferð hefst á fyrri hluta þessarar aldar en verður fyrst veruleg eftir síðustu heimsstyrjöld. Er nú talið að um og yfir 1000 km2 mýrlendis hafi verið þurrkaðir með skurðum eða tíundi hluti allra mýra á landinu. Þurrkunaraðferðir hafa verið með ýmsum hætti og mikil reynsla fengin í framræslustarfi. Hins vegar hefur verið lítið um skipulegan samanburð á gæðum framræsluaðferða og fátt um rannsóknir á þeim breytingum sem verða á jarðvegi og lífríki mýranna við uppþurrkun. Er þó augljóst að talsverð röskun verður á þessu votlendiskerfi. Til þess að fá staðgóða vitneskju um hvers eðlis þessar breytingar væru, var hafist handa vorið 1975 og gert gaumgæfilegt skipulag mýrarrannsóknar. Þar skyldu kannaðir flestir þættir vist- kerfisins og fylgst með breytingum sem á þeim verða við uppþurrkun. Hér er um að ræða yfirgripsmikið verkefni, sem krefst þekkingar á fjölmörgum sviðum, efnafræði, bútækni og náttúruvísindum. Tóku ýmsir starfsmenn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og annara stofnana að sér rannsóknir á einstökum þáttum þessa samvinnuverkefnis. Margar spurningar bíða svars. Mætti til dæmis nefna: Hver er myndunar- saga mýrarinnar og hvaða lífræn efni og steinefni hefur hún að geyma? Hver er rotnunarhraði lífrænna efna hennar eftir uppþurrkun? Hvernig er varið vatnsbúskap mýrar fyrir og eftir uppþurrkun? Verða rof á skurðum og hvað berst fram með afrennslisvatni. Þornar nærliggjandi mólendi um of við þurrkun mýrarinnar? Hvernis sígur yfirborð mýrarinnar? Hvernig breytist nærveður svæðisins (microclimate)? Hvaða lífverur hafa afnot af mýrinni, hver verða afdrif þeirra og hvað kemur í staðinn? Að hve miklu leyti hefur búfé afnot af mýrinni og hvernig breytast afnotin? Um margt fleira mætti spyrja. Lýsing verkefnis. Rannsóknasvæði var ákveðið á mýrlendi sunnan þjóðvegar á mörkum Hests og Mávahlíðar í Borgarf jarðarsýslu. Er hér- um að ræða hallamýri, sem má telja gott dæmi um fjölda hallamýra víða um land. Var ákveðið að gera nákvæma forrannsókn á vistkerfi mýrarinnar, en að lokum ræsa hluta hennar fram og fylgjast með breytingum. Mýrin og nánasta umhverfi hennar var afmarkað af leiðarmerkjum og nefnd svæði II. Er þar um að ræða hluta af vatnssvæði, sem að mýrinni liggur, nokkuð af holti og mólendi. Á þessu svæði var gerð lausleg úttekt á plöntum og dýrum . Yfir mýrina þvera var síðan afmörkuð ferhyrnd skák
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ráðunautafundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.