Ráðunautafundur - 11.02.1979, Síða 41
33
Heildarfjöldi háplantna á þessu svæði var 99 tegundir, en útbreiðsla
þeirra var mjög misjöfn og eru mýrarstör, vetrarkvíðastör og klófífa
algengastar í mýrinni. Annars fer gróðurfarið mjög eftir rakastigi.
Sex einkennisreitir 10 x 10 m að flatarmáli voru því valdir á misrökum
svæðum, og er gróður þeirra mældur sérstaklega. Þetta voru reitir í feni,
blautri mýri, rakri mýri, jaðri, mel og holti. Enda þótt þéttleiki
gróðursog uppskera sé mest í rakri mýri eru þar aðeins 21 tegund háplantna
miðað við 48 tegundir á holtinu, sem er með mjög strjálum gróðri. Vetrar-
kvíðastör, mýrarstör og aðrar starir eru aðalframleiðendur svæðisins, og
gefa þær af sér um og yfir 20 hestburði á hektara yfir vaxtartímann, enda
þótt mýrarsvæðið allt gefi aðeins um 8 hestburði á hektara þurrefnis af
lifandi gróðri, en mikið af uppskeru, sem fæst af yfirboröi mýrar er sina
frá fyrri árum. Mælist hún yfir 30% af uppskeru í miðjum júlí, en sinan
rýrnar um 10 kg á hektara á dag yfir sumarið en nokkuð hægar yfir vetrar-
mánuðina eða 4 kg á dag. Þar til um vorið að fyrra árs sina er að mestu
leyti horfin, en þá hefur ný sina myndast frá síðasta sumri.
Talsverður hluti þessarar uppskeru fellur til mýrarinnar sem tréni,
varðveitist í lögum hennar og umbreytist í mó, annað rotnar og veðrast, fýkur
frá eða verður fóður fyrir jurtaætur. Þannig sækir búpeningxar jafnan
nokkuð í mýrina til beitar.
Til að kanna afnot búpenings af þessu landi voru gerðar atferlis-
athuganir á því fé, sem fór um mýrina að sumarlagi. Var athöfn og stað-
setning sauðfjárskráð á 15 mínútna fresti nokkra daga yfir sumarmánuðina.
A því hvort kindin lá, rásaði eða beit, og hvort um ær eða lamb var að ræða, má
kortleggja svæðin, með tilliti til bestra bithaga. Síðan má reyna að sjá
hvað er helst sameiginlegt af plöntutegundum hinna eftirsóttu svæða.
Kom þá í ljós að það sem bitið er virtist einkum vera gulstör,tjarnarstör, tún-
vingull og sauðvingull en minna af öðrum tegundum eða ekkert. Af dreifingu fjár-
ins um bithagann mátti gefa einstöku reitum beitargildiseinkunn. Þannig eru
reitirnir alls 234, en eftir 7 athugunardaga höfðu alls 247 ærathuganir
verið gerðar. Normaldreifing ánna ætti að vera rúmlega ær á reit, en
sumir reitir, svo sem M-8 hefur 19 ærathuganir eða 18 fallt hærra en
vera ætti og á hann fellur 8% af öllum athugunum.
Er þá forvitnilegt hvað þessi reitur hefur til síns ágætis. Þessi
reitur er annar öflugasti gulstararreiturinn. Þar er 21% gróðurþekjunnar
gulstör en jarðvegur, lega, hæð yfirborðsvatns og fjölbreytni gróðurs
gæti haft einhver áhrif. Útreikningur á þýðingu á vægi reitsins metnu