Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 45

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 45
úrkoma í Þverholtum (sennilega svipuö úrkoma í Krossnesi) og 14. júní hefur vatnsstaöan hækkaÖ talsvert frá næstu mælingu á undan eöa 5-15 cm. Hinn 23. júní, eftir 4 daga þurrt veöur, hefur vatnsstaÖan aftur lækkaö um 3-25 cm. Hiö sama veröur upp á teningnum vié allar meiri háttar úrkomur, sem þó voru aldrei mjög miklar fyrr en eftir mjöjan október en þá hækkar líka jarövatnsstaöan verulega. Þessar spildur sýnast vera vel ræstar en aö sjálfsögöu þarf aö gera þarna mælingar £ stórrigningum og strax á eftir þeim. Jarövatnsmælingar eru á byrjunarstigi hér á landi. Auk þeirra tveggja staöa, sem hár hefur veriÖ greint frá hafa verið gerðir mælingabrunnar á Sámsstöðum og Hæli x Gnúpverja- hreppi. Voru þeir staöir valdir meö tilliti til þess, aö þar eru veöurathugunarstöövar og úrkomumælingar fara fram reglulega. Jarðvatnsmælingar á þessum stööum eru vart hafnar ennþá. Þess má þó geta, að ekkert jarðvatn fannst í sumum brunnunum á Sámsstööum, þegar þeir voru geröir 16. ágúst 1978. Voru þeir þó boraöir niður á fasta móhellu. Mælingum veröur væntanlega haldiö áfram á þessu ári og næstu árum jafnframt því sem geröar veröa lektarmælingar (vatnsleiönimælingar) á rannsóknastöðunum. MiöaÖ viö hina miklu framræslu, sem hér hefur verið gerð á síðustu 30 árum hefur furðu lítiö verið fengizt við rannsóknir, sem varða þurrkun mismunandi jarövegs viö ólíkar aðstæöur. Hins vegar liggur fyrir mikil vitneskja, byggö á reynslu, en því miöur er lítið af þeirri vitneskju skráö á bækur. Þyrfti aö bæta úr því. Starfsmenn viö jarövatnsmælingar og brunnagerö: Grétar Guöbergsson, Rala Árni Snæbjörnsson, Hvanneyri Haukur Júlíusson, Bútæknid., Hvanneyri Jóhannes M. Þórðarson, Krossnesi Haraldur Árnason, BúnaÖarfélag Islands.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.