Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 58

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 58
50 meljaðri og melnum þó svo að umskiptanlegt kalsíum sé lítið. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart og bendir til þess, að ekki se nein kalkþörf fyrir hendi. Leysanlegur fosfór er mjög lítill í öllum tilvikum á landspildunni bæði í mýrinni og á melnum. Sýrustigið fylgir umskiptanlegu steinefnamagni að vissu marki. Breytileiki í jónrýmd hefur þó áhrif á þá fylgni. Aukning jónrýmdar við óbreytt steinefnamagn (mek í 100 g jarðvegs) þýðir meira rými fyrir vetnisjónir og lægra sýru- stig, svo dæmi sé tekiö. Af þessum ástæðum ber að hafa allan vara á um fylgni milli umskiptanlegra katjóna í jarðvegi og sýrustigs. Með þetta í huga skal vikið að mynd 1. Sýru- stig er hæst og magn umskiptanlegra katjóna mest í þúfunum. SÝRUSTIG UNDIR pH 5 (CaCL^) KEMUR FYRST FRAM, ÞAR SEM SUMMA KATJÖNA ER UNDIR 20 mek I 100 g AF JARÐVEGI OG KALSÍUM UNDIR 10 mek. I MlRARJÖÐRUNUM OG ÞÖFUM HALLAMÝRARINNAR ER pH > 5, Þö AÐ UMSKIPTANLEGT KALSlUM OG UMSKIPTANLEGAR .KATJÖNIR SEU NEÐAN ÞESSARA MARKA. Sýrustig og leysanleg plöntunæringarefni í dýptarsniðum í mýrinni. Sýrustig, umskiptanlegar katjónir og leysanlegur fosfór var einnig mælt í jarðvegssniðum og borkjörnum £ mýrinni. Um niöurstöður vísast til frumgagna í Fjölriti RaLa nr. 31 bls. 29-31. Athyglisvert er að oft gætir lækkunar í kalíum niður á við £ mýrarjarðveginum. Annars er l£tið um reglulegar breytingar .£ jarövegssniðunum eöa borkjörnunum. Yfirlit. Raktar eru jarðvegsefnagreiningar £ mýrlendi £ landi Hestbúsins £ Andak£lshreppi. Sýrustig og steinefni önnur en fosfór eru £ viðunandi magni miðað við kröfur £ túnrækt. Fosfórskortur er mikill miðað við þarfir túngróðurs. Sýru- stig £ lautum er mun lægra en £ þúfum einnig eru umskiptan- legar katjónir færri £ lautum. Umskiptanlegt kalsium var minna en 10 mek £ 100 g af jarðvegi, þar sem sýrustig er

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.