Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 63
55
Eins og þessi tafla sýnir ljóslega þá eru þeir fuglar sem hér um ræðir
mjög misháðir mýrum. Jaðrakinn er mjög háður mýrum, bæði varðandi fæðu
og hreiðurstæði. Hrossagaukurinn er allháður mýrum um varpstaði og
fæðu. Stelkurinn fær meginhluta fæðu sinnar úr raklendi og er því háður
mýrum að því leyti. Spói, kjói, þúfutittlingur og lóuþræll byggja afkomu
sína ekki í eins ríkum mæli á mýrum og fyrrnefndir fuglar, en þó er ljóst
að framræsla mýra hlýtur að hafa einhver áhrif á alla þá fugla sem byggja
afkomu sxna að einhverju leyti á mýrlendi.
Lókaorð.
Nú munu sjálfsagt einhverjir spyrja; hefur tilvera þeirra fugla sem
byggja íslenskar mýrar nokkra efnahagslega þýðingu og er ekki rannsókn á
þeim hrein sóun á almannafé? Það er rétt að þeir hagsmunir sem eru í
veði virðast náttúrufræðilega eðlis, en ekki efnahagslegs, en það vill oft
fara svo að þetta tvennt fléttast saman á ófyrirséðan máta.
Þannig hefur oft verið lagt út í aðgerðir, sem vitað var fyrirfram
að hefðu náttúrufræðilegar breytingar í för með sér, en sem síðan hafa
dregið á eftir sér langan slóða náttúrufræðilegs og efnahagslegs tjóns.
Dæmu um slíkt er frágangur sorps hér á landi. Hver sú bæjarstjórn, sem
ákveður að aka sorpi á opna hauga, í stað þess að reisa sorpeyðingarstöð,
gengur auðvitaó ekki að því gruflandi að hér er um röskun á náttúrunni að ræða.
Sá þáttur mála, sem áður fyrr að minnsta kosti, var ekki hafður í huga í
þessu sambandi, var hin mikla fjölgun hrafna og máva sem þetta hafði í
för með sér og þær efnahagslegu búsifjar, sem þessir fuglar yllu bændum.
Við verður því að gæta þess að líta alltaf á náttúruna sem heild. Það er
ekki hægt að breyta einum þætti íslensks lífríkis, án þess að valda
einnig breytingum á öðrum þáttum. Breytingum,sem oft leiða til náttúru-
fræðilegs og/eða efnahagslegs tjóns.Það a?hlutverk náttúrufræði - (og ekki
síst vistfræði-) rannsókna að ganga úr skugga um við hvaða breytingum
megi búast þegar ráðist er í einhverjar framkvæmdir.