Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 67

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 67
59 hverju mati þar á með beinum mælingum. Þá hafa verið sendir út spurninga- Xistar til ráðunauta og þeir beðnir um að gefa upplýsingar um fjðlda álfta á hinum ýmsu svæðum landsins og það tjón, sem þær eru taldar valda. Þá var ferðast víða um landiö og reynt að koma tölu á fuglstofnana. Til þess að kynnast betur fæðuðflun og fóðurnýtingu þessara fugla hér á landi, var eggjum safnað og þeim klakið út, og ungarnir síðan aldir á ýmsu fóðri. Voru gæsarungar í athugun frá vori 1976 en álftarungar frá vori 1978. Geröar voru athuganir á plöntuvali við beit gæsar- og álftarunga og reynt að kanna fóðurnýtingu með því að mæla tiltækt fóður, eftirstððvar og saurmagn við fóðrun eða beit í búri. Með því að vita hlutfallið milli þunga saurs og fóðuröflunar var hugsanlegt að nota saurmagnsákvörðun á túnum sem mat á því uppskerumagni gróðurs sem fjarlægt var með fuglabeit. Er hér um að ræða athugunaraðferð, sem meðal annars var notast við í rannsóknum á heiðargæs í Þjórsárverum. (Arnþór Garöarsson 1976). Niðurstöður 1. Búr. Erfitt reynist að mæla árangur af fuglabeit með því að bera saman friðaðan og óvarinn gróður. Er uppskerumæling of ónákvæm aðferð til þess að unnt sé að sýna með öryggi að uppskerumunur sé af völdum beitar en ekki skekkju. Þó kom fram á athuguninni að Neðri-Hálsi að um 4% uppskeru mest bitna túnsins virtist numin brott af fuglum. 2. Plöntuval. Af 5 tegundum plantna, sem grágæsir voru fóðraðar á þ.e. túnvingli, skurfu, hjartarfa, hvítsmára og fífli var mest etið af skurfu og túnvingli en minnst af fífli, enda þótt allar tegundir væru etnar að nokkru. Álftarungar hafa gengið á túni sumarlangt og etið flestan túngróöur enda þótt vitað sé að þær taka mestan hluta fóðurs við vötn og sjó. 3. Fóðurnýting. 1 innifóðrun reynist ung grágæs eta 50-135 g af grængresi mælt í þurrvigt yfir sólarhring. Meltir hún um 30% af þessari lífrænu fæðu en skilar um 70% sem saur. Gæsirnar virðast hreinsa sig af saur á fjórum tímum, en mestur hluti fóðurs gengur þó í gegn um þær mun fyrr. 1 útibeit skilur ung gæs eftir sig um 66 g af saur á sólarhring og ætti að jafnaði aö eta um 95 g þurrefnis. Þó má telja að fullorönir fuglar neyti meira magns, jafnvel 140 g þurrefnis/fugl/sólarhring. 4. Vöxtur ungfugls. Fyrstu þrjár til sex vikurnar eftir að un|pr álfta og gæsa komu úr eggjum voru þeir fóðraðir á kjúklingavaxtarfóðri. Síðan gengu þeir á ræktuðu túni fram í lok nóvember, er þeir voru settir í hús og fóðrað- ir inni einkum.á vaxtarfóðri fugla (kögglum). Um vaxtartímann fyrsta sumar-

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.