Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 68
60
ið var þungi þeirra mældur öðru hvoru. Vaxtarhraðinn var mestur fyrstu mán-
uðina en minnkaði þegar á haustið leið. Vaxtarhraði gæsarunga er um 30 g
á dag fyrstu þrjá mánuði sumars, en 10 g á dag yfir haustmánuðina, september
og nóvember, eða að jafnaði 20 g á dag fyrstu 165 dagana. Vaxtarhraði álftar
unga er hins vegar um 70 g á dag fyrstu þrjá mánuðina en um 30 g á dag yfir
haustmánuðina, eða að jafnaði 50 g á dag fyrstu 165 dagana.
5. Beitarmæling. Með því að safna saurmagni af ákveðnum fleti lands má áætla
beit fugla af sama landi. Þar sem beit var mæld af nýrækt, túnum eða af
fóðurkálsakri reyndi'st hið brottnumda fóður á öllum stöðum vera innan við
1% uppskerunnar.
6. Otbreiðsla og stofnstærð. Grágæsum virðist hafa fjölgað um nær helming
frá 1963 og munu nú vera um 60.000 fuglar á landinu að sumarlagi. Álfta-
stofninn er talinn vera um 5-7.000 fuglar og virðist standa í stað. (Arnþór
Garðarsson 1975). Grágæsin virðist dreifast víðar um vestanvert landið en
hún gerði fyrr.
Ályktun.
Sé áætlað að íslenski grágæsastofninn sé 60.000 fuglar sem dvelji hér
£ 6 mánuði, þarf hann sér til viðhalds 15120 hkg af fóðri. (0.14 kg/gæs/dag
x 60.000 gæsir x 180 dagar). Aðeins fjórðung af því fóðri má ætla að gæsirn-
ar taki af ræktuðu landi (3.780 hkg), sem svarar til heyfengs af 108 ha túns
(35 hkg/ha). Lætur því nærri að með beit grágæsastofnsins á ræktuðu landi
sé numin brott um 0.1% af uppskeru allra túna landsins. Nýti grágæs gróður
tíunda hluta túna landsins, er brottnám við beit um 1% af þeim túnum.
Álftastofninn er tifalt minni og hlutfall í beit á ræktað land mun
minna. Er afnám uppskeru á landsmælikvarða vegna álfta því mjög óverulegt
enda þótt báðar þessar fuglategundir geti valdið usla á einstaka bletti hjá
einstaka bónda.
Heimildir■
Arnþór Garðarsson 1975: Islenskir votlendisfuglar. Rit Landverndar 4:
bls. 100-134.
Arnþór Garðarsson 1976: Þjórsárver. Framleiðsla gróðurs og heiðagæsar.
Orkustofnun, OS-ROD 7624.
Janet Kear 1965: Final report on the effects of wildfowl on Icelandic Agri-
culture. Náttúrufræðistofnun íslands.
Sturla Friðriksson, Borgþór Magnússon og Tryggvi Gunnarsson 1977: Gæsa- og
álftaathugun 1976. Fjölrit Rala nr. 13. 35 bls.